Kenning um örlög Loga fær byr undir báða vængi vegna ummæla Hamills fyrir 10 árum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 17:15 Hér má sjá Loga Geimgengil og föður hans Svarthöfða í myndinni Star Wars: The Return of the Jedi. Vísir/IMDb.com Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna réðu sér vart fyrir kæti í vikunni þegar opinberað var plakat sjöundu myndarinnar Star Wars: The Force Awakens. En um leið undruðust margir á því að Luke Skywalker, betur þekktur hjá sumum sem Logi Geimgengill, er ekki sjáanlegur þar þó svo að hann verði í myndinni.Varúð, spillir (e.spolier):Afgangur greinarinnar gæti spillt áhorfi þeirra sem vilja sjá The Force Awakens án þess að búa yfir nokkurri einustu vitneskju um söguþráð hennar. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Veggspjald nýju myndarinnar þar sem Logi er ekki sjáanlegur.Vísir/LucasfilmMargir hafa jafnvel fleygt fram þeirri kenningu að þessi frægi Jedi-meistari aðhyllist nú dökku hlið Máttarins. Þessi kenning hefur nú fengið byr undir báða vængi eftir að myndbandsklippa frá árinu 2005 komst aftur í umferð. Klippan er úr kvikmyndaspjallþættinum Dinner for Five sem leikstjórinn Kevin Smith stýrði og má sjá hér fyrir neðan:Hamill lætur ummælin falla þegar 11 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af þættinum. Þar sat Mark Hamill, sem leikur Loga Geimgengil, til borðs með JJ Abrams sem leikstýrir einmitt sjöundu myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús í desember. Þar uppljóstraði Hamill að hann hefði stungið upp á þeirri hugmynd við George Lucas, höfund Stjörnustríðsmyndinna, að Logi myndi ganga til liðs við myrkraöflin í Return of the Jedi. Lucas var ekki hrifinn af þeirri hugmynd og varð hún aldrei að veruleika. „Það hefði orðið mun skemmtilegra fyrir mig sem leikara,“ sagði Hamill um þessa hugmynd. „Mér fannst það líka vera rökrétt framhald þegar við kláruðum Empire Strikes Back. Ég yrði að koma aftur en þá með það markmið að drepa Han Solo eða Leiu Prinsessu eða einhvern sem okkur þykir vænt um.“ Lítið er vitað um söguþráð sjöundu myndarinnar og fæst því ekki úr því skorið enn um sinn hvort þetta samtal hafi haft áhrif á Abrams. Í nýjustu stiklunni úr The Force Awakens þá heyrist illmenni myndarinnar, Kylo Ren leikinn af Adam Driver, segja: „Ég mun ljúka því sem þú hófst“ á meðan hann horfir á grímu Svarthöfða. Þessi lína „Ég mun ljúka því sem þú hófst“ hefur tryllt marga aðdáendur myndanna og velta einmitt margir fyrir sér hvað það er sem Kylo Ren ætlar að ljúka og hvort það tengist á einhvern hátt Loga Geimgengli.Sjá má stikluna hér fyrir neðan:Svarthöfði hét réttu nafni Anakin Skywalker og var faðir Loga og Leiu. Ævi Anakins var með dramatískara móti en í æsku tók Jedi-meistarinn Qiu-Gon Jinn hann að sér. Qui-Gon taldi Anakin hinn útvalda sem spáð var að myndi útrýma Sith-unum, og þar með dökku hliðinni, og þannig koma jafnvægi á Máttinn. Sagan í The Force Awakens gerist þrjátíu árum eftir atburðina í The Return of the Jedi þar sem Logi og Svarthöfði réðu niðurlögum Keisarans illa. Samkvæmt því rættist spádómurinn en í nýjustu stiklunni virðast Jedi-riddararnir hafa fallið í gleymsku og eitthvað skolast til á þessum áratugum sem hafa liðið. Hafa margir dregið þá ályktun vegna samtals sem þar sem ein af aðalsöguhetjunum, Rey, spyr Han Solo hvort að sögurnar um atburðina sem gerðust fyrir 30 árum væru sannar? Solo svarar því til að þær séu allar sannar. Allar líkur eru þó á því á að ekkert sé að marka þessar kenningar Stjörnustríðsaðdáenda en aragrúi slíkra eru að finna á netinu um þessar mundir. Eftirvæntingin eftir þessari mynd er fáheyrð og eru ein vinsælustu myndböndin á myndbandavefnum YouTube þau sem sýna viðbrögð fólks við stiklunni sem frumsýnd var í vikunni.Hér fyrir neðan má til að mynda sjá viðbrögð leikaranna sjálfra við stiklunni. Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30 Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57 Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna réðu sér vart fyrir kæti í vikunni þegar opinberað var plakat sjöundu myndarinnar Star Wars: The Force Awakens. En um leið undruðust margir á því að Luke Skywalker, betur þekktur hjá sumum sem Logi Geimgengill, er ekki sjáanlegur þar þó svo að hann verði í myndinni.Varúð, spillir (e.spolier):Afgangur greinarinnar gæti spillt áhorfi þeirra sem vilja sjá The Force Awakens án þess að búa yfir nokkurri einustu vitneskju um söguþráð hennar. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Veggspjald nýju myndarinnar þar sem Logi er ekki sjáanlegur.Vísir/LucasfilmMargir hafa jafnvel fleygt fram þeirri kenningu að þessi frægi Jedi-meistari aðhyllist nú dökku hlið Máttarins. Þessi kenning hefur nú fengið byr undir báða vængi eftir að myndbandsklippa frá árinu 2005 komst aftur í umferð. Klippan er úr kvikmyndaspjallþættinum Dinner for Five sem leikstjórinn Kevin Smith stýrði og má sjá hér fyrir neðan:Hamill lætur ummælin falla þegar 11 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af þættinum. Þar sat Mark Hamill, sem leikur Loga Geimgengil, til borðs með JJ Abrams sem leikstýrir einmitt sjöundu myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús í desember. Þar uppljóstraði Hamill að hann hefði stungið upp á þeirri hugmynd við George Lucas, höfund Stjörnustríðsmyndinna, að Logi myndi ganga til liðs við myrkraöflin í Return of the Jedi. Lucas var ekki hrifinn af þeirri hugmynd og varð hún aldrei að veruleika. „Það hefði orðið mun skemmtilegra fyrir mig sem leikara,“ sagði Hamill um þessa hugmynd. „Mér fannst það líka vera rökrétt framhald þegar við kláruðum Empire Strikes Back. Ég yrði að koma aftur en þá með það markmið að drepa Han Solo eða Leiu Prinsessu eða einhvern sem okkur þykir vænt um.“ Lítið er vitað um söguþráð sjöundu myndarinnar og fæst því ekki úr því skorið enn um sinn hvort þetta samtal hafi haft áhrif á Abrams. Í nýjustu stiklunni úr The Force Awakens þá heyrist illmenni myndarinnar, Kylo Ren leikinn af Adam Driver, segja: „Ég mun ljúka því sem þú hófst“ á meðan hann horfir á grímu Svarthöfða. Þessi lína „Ég mun ljúka því sem þú hófst“ hefur tryllt marga aðdáendur myndanna og velta einmitt margir fyrir sér hvað það er sem Kylo Ren ætlar að ljúka og hvort það tengist á einhvern hátt Loga Geimgengli.Sjá má stikluna hér fyrir neðan:Svarthöfði hét réttu nafni Anakin Skywalker og var faðir Loga og Leiu. Ævi Anakins var með dramatískara móti en í æsku tók Jedi-meistarinn Qiu-Gon Jinn hann að sér. Qui-Gon taldi Anakin hinn útvalda sem spáð var að myndi útrýma Sith-unum, og þar með dökku hliðinni, og þannig koma jafnvægi á Máttinn. Sagan í The Force Awakens gerist þrjátíu árum eftir atburðina í The Return of the Jedi þar sem Logi og Svarthöfði réðu niðurlögum Keisarans illa. Samkvæmt því rættist spádómurinn en í nýjustu stiklunni virðast Jedi-riddararnir hafa fallið í gleymsku og eitthvað skolast til á þessum áratugum sem hafa liðið. Hafa margir dregið þá ályktun vegna samtals sem þar sem ein af aðalsöguhetjunum, Rey, spyr Han Solo hvort að sögurnar um atburðina sem gerðust fyrir 30 árum væru sannar? Solo svarar því til að þær séu allar sannar. Allar líkur eru þó á því á að ekkert sé að marka þessar kenningar Stjörnustríðsaðdáenda en aragrúi slíkra eru að finna á netinu um þessar mundir. Eftirvæntingin eftir þessari mynd er fáheyrð og eru ein vinsælustu myndböndin á myndbandavefnum YouTube þau sem sýna viðbrögð fólks við stiklunni sem frumsýnd var í vikunni.Hér fyrir neðan má til að mynda sjá viðbrögð leikaranna sjálfra við stiklunni.
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30 Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57 Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30
Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57
Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00