Menn í minkapels og hvítum jakkafötum standa ekki í átökum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2015 22:45 Ray Lewis í vinnunni fyrir ESPN. vísir/getty Margir halda að NFL-goðsögnin Ray Lewis hafi komist upp með tvöfalt morð í byrjun árs árið 2000. Richard Lollar og Jacinth Baker voru stungin til bana fyrir utan partí sem var haldið eftir Super Bowl-leikinn 20. janúar í Atlanta. Lewis var grunaður um morðin og það sem fær marga til að trúa því að hann sé sekur er sú staðreynd að hvítu jakkafötin sem hann var í þetta kvöld hafa aldrei fundist. Lewis var að gefa út ævisögu sína og hann talar þar um ásakanirnar í sinn garð. Hann gefur meðal annars upp sérstaka ástæðu fyrir því af hverju hann hefði ekki getað myrt þetta fólk. „Ég var í mínu fínasta pússi. Hvít jakkaföt, minkapels og skartgripir. Ég var aldrei að fara að taka þátt í einhverjum átökum í svona klæðnaði. Það er almenn regla er menn klæða sig upp og fara út á lífið. Því fínni sem maður er því minni líkur eru á því að maður fari að standa í slagsmálum," skrifar Lewis. Hann var handtekinn og ákærður í málinu ásamt tveim öðrum. Hann samdi sig svo frá málinu gegn því að vera vitni ákæruvaldsins gegn hinum tveimur. Þeir voru báðir sýknaðir og málið er enn óupplýst. Ári eftir þetta mál náði Lewis að vinna Super Bowl og var valinn verðmætasti maður leiksins. Hann efnaðist svo um 10 milljarða króna í deildinni og vann titilinn aftur er hann var orðinn 37 ára gamall. Hann starfar í dag sem sjónvarpsmaður fyrir ESPN. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Margir halda að NFL-goðsögnin Ray Lewis hafi komist upp með tvöfalt morð í byrjun árs árið 2000. Richard Lollar og Jacinth Baker voru stungin til bana fyrir utan partí sem var haldið eftir Super Bowl-leikinn 20. janúar í Atlanta. Lewis var grunaður um morðin og það sem fær marga til að trúa því að hann sé sekur er sú staðreynd að hvítu jakkafötin sem hann var í þetta kvöld hafa aldrei fundist. Lewis var að gefa út ævisögu sína og hann talar þar um ásakanirnar í sinn garð. Hann gefur meðal annars upp sérstaka ástæðu fyrir því af hverju hann hefði ekki getað myrt þetta fólk. „Ég var í mínu fínasta pússi. Hvít jakkaföt, minkapels og skartgripir. Ég var aldrei að fara að taka þátt í einhverjum átökum í svona klæðnaði. Það er almenn regla er menn klæða sig upp og fara út á lífið. Því fínni sem maður er því minni líkur eru á því að maður fari að standa í slagsmálum," skrifar Lewis. Hann var handtekinn og ákærður í málinu ásamt tveim öðrum. Hann samdi sig svo frá málinu gegn því að vera vitni ákæruvaldsins gegn hinum tveimur. Þeir voru báðir sýknaðir og málið er enn óupplýst. Ári eftir þetta mál náði Lewis að vinna Super Bowl og var valinn verðmætasti maður leiksins. Hann efnaðist svo um 10 milljarða króna í deildinni og vann titilinn aftur er hann var orðinn 37 ára gamall. Hann starfar í dag sem sjónvarpsmaður fyrir ESPN.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira