Í tilefni landsfunda: Kosningaréttur kvenna hvað? Þór Saari skrifar 21. október 2015 11:11 Í ár hefur þess verið minnst með pompi og prakt og það fyllilega verðskuldað að hundrað á eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og er það vel. Miklu hefur verið til kostað og meira að segja fyrrverandi forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir dubbaði sjálfa sig upp í það í lok síðasta kjörtímabils meðan hún var enn forseti þingsins í að leiða afmælisnefnd sem stýrði öllu fjörinu. Á háum launum að sjálfsögðu, í tvö ár kostuðum af Alþingi. Í öllum þeim hamagangi sem fór í gang gleymdist hins vegar að minnast á eitt örlítið óþægilegt atriði sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að kosningaréttur kvenna hafi verið merkisáfangi á sínum tíma þá er lýðræði á Íslandi ennþá í besta falli í skötulíki nú 100 árum síðar. Þrátt fyrir að fyrrum forseti Alþingis, æðstu stofnunar lýðræðisins í landinu, hafi í tvö ár unnið við það að undirbúa þessa afmælishátið þá var af tilefninu ekki mikið rætt um stöðu lýðræðis almennt á Íslandi í dag og tengingu þess við til dæmis kosningar til Alþingis. Það sem gleymdist og það svo hallærislega í öllum þessum hamagangi er sú furðulega staða að stór hluti þjóðarinnar, þar á meðal stór hluti kvenna sem er löglega á kjörskrá hefur engan atkvæðisrétt enn þann dag í dag. Í síðustu alþingiskosningum árið 2013 voru á kjörskrá hér á landi 237.807 manns. Það eru eða ætti að vera samkvæmt leikreglum lýðræðisríkja 237.807 atkvæði, ekki satt? Ó nei, ekki hér á landi. Því hefur nefnilega verið svo fyrir komið með þeim kosningareglum sem hér gilda að meirihluti þessara kjósenda telur ekki nema um hálft atkvæði miðað við hina. Af þessum 237.807 kjósendum sem voru á kjörskrá árið 2013 voru 153.835 á höfuðborgarsvæðinu, það er í Reykjavíkurkjördæmunum tveim og Suðvestur kjördæmi eða 65% kjósenda en 83.972 kjósendur voru annars staðar á landinu, það er í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum eða 35% kjósenda. Vegna ótrúlegra kosningareglna hér á landi skiptist fjöldi þingmanna þó nánast jafnt milli þessara tveggja kjósendahópa en þingmenn þéttbýlis kjósenda eru aðeins 35 eða 55% þingmanna meðan þingmenn dreifbýlis kjósenda eru 28 eða 45% þingmanna. Miðað við eðlilega lýðræðislega dreifingu þingsæta eftir atkvæðum ættu þessar tölur hins vegar að vera 41 þingmaður á móti 22. Svona kosningakerfi þar sem heimilsfang kjósandans ræður því hvort þingmaður í hans kjördæmi fari inn á 3.000 atkvæðum (norðan Hvalfjarðarganga) eða þurfi 4.400 atkvæði (sunnan gangnanna) er vægast með það mikinn lýðræðishalla að vafamál er að tala um lýðræði í reynd. Oft hefur verið talað um að það gríðarlega mikla misvægi atkvæða sem viðgengst hér á landi sé ólýðræðislegt og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) sem hefur að gera með lýðræðiseftirlit í álfunni og víðar hefur gefið það út að við erfiðustu aðstæður megi mismunur á atkvæðavægi ekki vera meiri en 10% og þá eingöngu vegna landfræðilegra ástæðna. Hér á landi er þessi munur hins vegar miklu meiri og það án landfræðilegra ástæðna og veldur því að 65% kjósenda telja bara sem um það bil hálft atkvæði. Á mannamáli þýðir þetta einnig að nærri helmingur þessara 153.835 kjósenda hafa í raun ekkert um málin að segja, það er hvorki meira né mina en 76.918 „kjósendur“ eða um 33% allra sem eru á kjörskrá hafa í raun ekki kosningarétt. Já kæru lesendur, við búum í landi, lýðræðisríki þar sem um þriðjungur „kjósenda“ hefur ekki kosningarétt nema að nafninu til vegna þess að atkvæði þeirra telja ekki af því þeir eru „þéttbýlisbúar“. Það er svo sem alþekkt að yfirstéttin hverju sinni reyni að hindra aðgang annarra að völdum og hér áður fyrr fékk fólk ekki að kjósa ef því það var vinnumenn, blökkumenn, fátæklingar, yngra en fertugt, konur og svo mætti lengi telja. Það mun þó all sérstakt að íbúar í þéttbýli séu skilgreindir annars flokks fólk með þessum hætti. Þetta eru þó ekki reglur komnar af himnum ofan heldur búnar til af pólitiskri yfirstétt í landinu, yfirstétt sem er meira umhugað um að standa saman um eigin völd en nokkuð annað. Það hlálega í þessu öllu saman er að það var fyrrverandi forseti Alþingis, konan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem framar öðrum kom í veg fyrir það að ný stjórnarskrá sem tryggði jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna yrði lögfest og það þrátt fyrir að um 2/3 hlutar kjósenda hefðu samþykkt hana í löglega boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú sama Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og baðaði sig í sviðsljósinu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þáði laun fyrir frá Alþingi í tvö ár. Talandi um hræsni af hálfu Alþingis í þessu útbásúnaða lýðræðismáli máli er því varla ofmælt þar sem það var allur Fjórflokkurinn eins og hann lagði sig sem stöðvaði nýja stjórnarskrá vorið 2013 þó einstaka þingmenn innan stjórnarmeirihlutans ynnu vissulega að málinu af fullum heilindum. Því er málum því enn svo fyrir komið að atkvæði tugþúsunda íslendinga telja ekki og þeir hafa í raun ekki kosningarétt. Við þessir 158.835 kjósendur sem erum bara með hálft atkvæði munum vonandi halda áfram að krefjast kosningaréttar til jafns við aðra landsmenn og að þessir 76.918 sem töldust ekki með árið 2013 fái kosningarétt. Það er hvorki meira né minna en þrisvar sinnum fjölmennari hópur en þær konur sem voru teknar inn á kjörskrá árið 1915. Það er að sjálfsögðu löngu komin tími til að þingmenn þéttbýliskjördæmanna sameinist um jafnan atkvæðisrétt fyrri alla landsmenn og að Reykjavíkur- og SV kjördæmisfélög stjórnmálaflokkana komi þessu sjálfsagða máli á dagskrá sem mikilvægasta kosningamálinu. Og við þessi 158.835 atkvæði skulum halda þeim að verki við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þór Saari Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár hefur þess verið minnst með pompi og prakt og það fyllilega verðskuldað að hundrað á eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og er það vel. Miklu hefur verið til kostað og meira að segja fyrrverandi forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir dubbaði sjálfa sig upp í það í lok síðasta kjörtímabils meðan hún var enn forseti þingsins í að leiða afmælisnefnd sem stýrði öllu fjörinu. Á háum launum að sjálfsögðu, í tvö ár kostuðum af Alþingi. Í öllum þeim hamagangi sem fór í gang gleymdist hins vegar að minnast á eitt örlítið óþægilegt atriði sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að kosningaréttur kvenna hafi verið merkisáfangi á sínum tíma þá er lýðræði á Íslandi ennþá í besta falli í skötulíki nú 100 árum síðar. Þrátt fyrir að fyrrum forseti Alþingis, æðstu stofnunar lýðræðisins í landinu, hafi í tvö ár unnið við það að undirbúa þessa afmælishátið þá var af tilefninu ekki mikið rætt um stöðu lýðræðis almennt á Íslandi í dag og tengingu þess við til dæmis kosningar til Alþingis. Það sem gleymdist og það svo hallærislega í öllum þessum hamagangi er sú furðulega staða að stór hluti þjóðarinnar, þar á meðal stór hluti kvenna sem er löglega á kjörskrá hefur engan atkvæðisrétt enn þann dag í dag. Í síðustu alþingiskosningum árið 2013 voru á kjörskrá hér á landi 237.807 manns. Það eru eða ætti að vera samkvæmt leikreglum lýðræðisríkja 237.807 atkvæði, ekki satt? Ó nei, ekki hér á landi. Því hefur nefnilega verið svo fyrir komið með þeim kosningareglum sem hér gilda að meirihluti þessara kjósenda telur ekki nema um hálft atkvæði miðað við hina. Af þessum 237.807 kjósendum sem voru á kjörskrá árið 2013 voru 153.835 á höfuðborgarsvæðinu, það er í Reykjavíkurkjördæmunum tveim og Suðvestur kjördæmi eða 65% kjósenda en 83.972 kjósendur voru annars staðar á landinu, það er í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum eða 35% kjósenda. Vegna ótrúlegra kosningareglna hér á landi skiptist fjöldi þingmanna þó nánast jafnt milli þessara tveggja kjósendahópa en þingmenn þéttbýlis kjósenda eru aðeins 35 eða 55% þingmanna meðan þingmenn dreifbýlis kjósenda eru 28 eða 45% þingmanna. Miðað við eðlilega lýðræðislega dreifingu þingsæta eftir atkvæðum ættu þessar tölur hins vegar að vera 41 þingmaður á móti 22. Svona kosningakerfi þar sem heimilsfang kjósandans ræður því hvort þingmaður í hans kjördæmi fari inn á 3.000 atkvæðum (norðan Hvalfjarðarganga) eða þurfi 4.400 atkvæði (sunnan gangnanna) er vægast með það mikinn lýðræðishalla að vafamál er að tala um lýðræði í reynd. Oft hefur verið talað um að það gríðarlega mikla misvægi atkvæða sem viðgengst hér á landi sé ólýðræðislegt og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) sem hefur að gera með lýðræðiseftirlit í álfunni og víðar hefur gefið það út að við erfiðustu aðstæður megi mismunur á atkvæðavægi ekki vera meiri en 10% og þá eingöngu vegna landfræðilegra ástæðna. Hér á landi er þessi munur hins vegar miklu meiri og það án landfræðilegra ástæðna og veldur því að 65% kjósenda telja bara sem um það bil hálft atkvæði. Á mannamáli þýðir þetta einnig að nærri helmingur þessara 153.835 kjósenda hafa í raun ekkert um málin að segja, það er hvorki meira né mina en 76.918 „kjósendur“ eða um 33% allra sem eru á kjörskrá hafa í raun ekki kosningarétt. Já kæru lesendur, við búum í landi, lýðræðisríki þar sem um þriðjungur „kjósenda“ hefur ekki kosningarétt nema að nafninu til vegna þess að atkvæði þeirra telja ekki af því þeir eru „þéttbýlisbúar“. Það er svo sem alþekkt að yfirstéttin hverju sinni reyni að hindra aðgang annarra að völdum og hér áður fyrr fékk fólk ekki að kjósa ef því það var vinnumenn, blökkumenn, fátæklingar, yngra en fertugt, konur og svo mætti lengi telja. Það mun þó all sérstakt að íbúar í þéttbýli séu skilgreindir annars flokks fólk með þessum hætti. Þetta eru þó ekki reglur komnar af himnum ofan heldur búnar til af pólitiskri yfirstétt í landinu, yfirstétt sem er meira umhugað um að standa saman um eigin völd en nokkuð annað. Það hlálega í þessu öllu saman er að það var fyrrverandi forseti Alþingis, konan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem framar öðrum kom í veg fyrir það að ný stjórnarskrá sem tryggði jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna yrði lögfest og það þrátt fyrir að um 2/3 hlutar kjósenda hefðu samþykkt hana í löglega boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú sama Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og baðaði sig í sviðsljósinu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þáði laun fyrir frá Alþingi í tvö ár. Talandi um hræsni af hálfu Alþingis í þessu útbásúnaða lýðræðismáli máli er því varla ofmælt þar sem það var allur Fjórflokkurinn eins og hann lagði sig sem stöðvaði nýja stjórnarskrá vorið 2013 þó einstaka þingmenn innan stjórnarmeirihlutans ynnu vissulega að málinu af fullum heilindum. Því er málum því enn svo fyrir komið að atkvæði tugþúsunda íslendinga telja ekki og þeir hafa í raun ekki kosningarétt. Við þessir 158.835 kjósendur sem erum bara með hálft atkvæði munum vonandi halda áfram að krefjast kosningaréttar til jafns við aðra landsmenn og að þessir 76.918 sem töldust ekki með árið 2013 fái kosningarétt. Það er hvorki meira né minna en þrisvar sinnum fjölmennari hópur en þær konur sem voru teknar inn á kjörskrá árið 1915. Það er að sjálfsögðu löngu komin tími til að þingmenn þéttbýliskjördæmanna sameinist um jafnan atkvæðisrétt fyrri alla landsmenn og að Reykjavíkur- og SV kjördæmisfélög stjórnmálaflokkana komi þessu sjálfsagða máli á dagskrá sem mikilvægasta kosningamálinu. Og við þessi 158.835 atkvæði skulum halda þeim að verki við það.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun