Rúnar Páll: Hefðum átt að fá sterkari leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 12:00 Rúnar Páll var sáttur með hópinn en hefði viljað fá fleiri sterkari leikmenn. vísir/ernir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira