Það vakti athygli í leik Grindavíkur og Hattar hversu duglegir leikmenn Grindavíkur voru að horfa til Einars Árnasonar, tökumanns Stöðvar 2 Sport.
Einar greip þá hvað eftir annað að horfa beint í linsuna í leiknum.
Hugsanlega voru þeir að kíkja á stigatöfluna en notuðu samt tækifærið til þess að gjóa augunum á Einar.
Hvað svo sem var þá er innslagið stórskemmtilegt og það má sjá hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Grindvíkingar hrifnir af tökumanninum
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 86-74 | Jón Axel með þrennu í sigri Grindvíkinga
Grindavík er með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta en liðið lagði nýliða Hattar að velli í kvöld, 86-74.