Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2015 18:56 Nokkuð þungt var yfir Neslauginni um hálfsexleytið í dag. Vísir/KTD Það varð þröngt á þingi í sturtuklefunum í Seltjarnarneslaug á sjötta tímanum í dag þegar fólk dreif sig upp úr lauginni. Sumir mun fyrr en lagt hafði verið upp með. Ástæðan var sú að háværar þrumur, allt að tuttugu sekúndna langar að sögn gesta, höfðu heyrst og gert sundlaugagestum bylt við. Þeir höfðu lítinn áhuga á að vera ofan í vatninu ef eldingu myndi slá niður. Í búningsklefanum hittu þeir fyrir fólk á leiðinni í sund og voru sumir hverjir með börn. Undirritaður var einn þeirra og frásögn sundlaugagestanna var ekki til þess að auka áhugann á að stinga sér til sunds. Fór því svo að sundlaugaferð breyttist í sturtuferð, vafalaust kærkomna í sumum tilfellum, en buslið í lauginni bíður betri tíma. Um svipað leyti, í kringum hálf sex, urðu íbúar í miðborginni vitni að því þegar eldingu laust niður með þeim afleiðingum að ljósastaurum sló út. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að töluvert hefði verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi. Var rætt við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands sem sagði fjölda eldinga hér á landi í dag heldur ómerkilegan miðað við útlönd.„En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“Varðstu var við þrumur og eldingar í dag? Náðirðu mynd eða myndbandi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.Tweets about þrumur AND eldingar Veður Tengdar fréttir Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Það varð þröngt á þingi í sturtuklefunum í Seltjarnarneslaug á sjötta tímanum í dag þegar fólk dreif sig upp úr lauginni. Sumir mun fyrr en lagt hafði verið upp með. Ástæðan var sú að háværar þrumur, allt að tuttugu sekúndna langar að sögn gesta, höfðu heyrst og gert sundlaugagestum bylt við. Þeir höfðu lítinn áhuga á að vera ofan í vatninu ef eldingu myndi slá niður. Í búningsklefanum hittu þeir fyrir fólk á leiðinni í sund og voru sumir hverjir með börn. Undirritaður var einn þeirra og frásögn sundlaugagestanna var ekki til þess að auka áhugann á að stinga sér til sunds. Fór því svo að sundlaugaferð breyttist í sturtuferð, vafalaust kærkomna í sumum tilfellum, en buslið í lauginni bíður betri tíma. Um svipað leyti, í kringum hálf sex, urðu íbúar í miðborginni vitni að því þegar eldingu laust niður með þeim afleiðingum að ljósastaurum sló út. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að töluvert hefði verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi. Var rætt við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands sem sagði fjölda eldinga hér á landi í dag heldur ómerkilegan miðað við útlönd.„En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“Varðstu var við þrumur og eldingar í dag? Náðirðu mynd eða myndbandi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.Tweets about þrumur AND eldingar
Veður Tengdar fréttir Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31