Þó svo Tiger Woods geti ekki spilað golf þessa dagana vegna meiðsla þá getur hann í það minnsta hannað golfvelli.
Tiger hefur verið að koma að slíkum verkefnum á undanförnum misserum og síðasta fimmtudag opnaði fyrsti völlurinn sem hann tók þátt í að hanna.
Það eru reyndar aðeins sjö holur tilbúnar og völlurinn verður ekki orðinn 18 holur fyrr en á næsta ári. Það breytti engu. Fjölmargir vildu fá að prófa holurnar sjö.
Það var aftur á móti George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem fékk að prófa völlinn fyrstur og lét hann vel að honum.
