Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 22:13 Tandri Már Konráðsson sést hér í leiknum á móti Dönum í kvöld. Vísir/Getty Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. Íslenska liðið vann flotta sigra á móti Noregi og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjunum en virtist ekki eiga mikið eftir á tanknum í lokaleiknum á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Danir tryggðu sér öruggan sigur á mótinu með sigrinum en íslensku strákarnir enduðu í öðru sæti. „Það var ekki mikið eftir á tanknum þegar við byrjuðum leikinn við Dani og þessi slæma byrjun endurspeglast svolítið í því," sagði Aron en íslenska liðið missti Danina frá sér í upphafi leik. „Menn voru með þunga fætur í byrjun og þá gerist allt hægt. Við vorum að tapa hlutunum í vörninni sem við vorum ekki að gera í hinum tveimur leikjunum. Við vorum líka að klúðra nokkrum dauðafærum í sókninni og vorum bara ekki nægjanlega beittir," sagði Aron. „Við lendum í þessu "sjokk-starti" en það var sterkur karakter hjá strákunum að koma til baka og gera þetta að leik. Í lokin voru nokkrir orðni vel laskaðir og þá lá þetta svolítið á herðum ungra og óreyndari manna að koma með eitthvað," sagði Aron. „Það tekur smá tíma að skóla þessa stráka og við verðum bara að halda áfram grimmt að vinna í því að auka breiddina sóknarlega," sagði Aron en hann var ánægður með hvernig þeir Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason stóðu sig í miðri íslensku vörninni. „Mér finnst aftur á móti við vera að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti, Tandra og Guðmund Hólmar," sagði Aron. „Miðað við þá stöðu sem við komum í hingað út. Það var engin fyrirvari á þessum brottföllum í miðjuvörninni og því var það mjög sterkt að ná að púsla því saman," sagði Aron. „Þetta hafðist með mikilli vinnu og svo eru þetta skynsamir drengir sem komu inn. Þeir voru fljótir að ná hlutunum og því var hægt að ná góðri frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum," sagði Aron. „Í lokaleiknum í dag var búið að vera mikið álag á mönnum og liðið búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum. Við vorum í mjög erfiðum leik í gær á móti Frökkum. Danir náðu að dreifa álaginu meira og skipta meira inná hjá sér. Þeir voru því með ferskari menn enda með alveg gríðarlega breidd," sagði Aron. „Útkoman á þessu móti er fína þótt að við séum óánægðir með byrjunina á þessum leik í kvöld sem og með lokin á leiknum. Mótið í heild sinni var fínt," sagði Aron nokkuð sáttur með stöðu mála hjá íslenska landsliðinu nú þegar tveir mánuðir eru þangað til að Evrópumótið í Póllandi hefjist. Aron segir að afrekshópurinn sé þegar farinn að skila sínu í sambandið við það hversu vel gekk hjá þeim Tandra Má og Guðmundi Hólmari að koma inn í þetta. „Það má segja að þarna sé afrekshópsvinnan svolítið að skila okkur með Guðmund Hólmar. Tandri fékk líka fimm til sex vikur síðasta sumar með afrekshópnum. Guðmundur Hólmar var í þeim pakka líka og hefur líka verið með á þessum æfingum í vetur. Hann er búinn að vera mjög duglegur að mæta og er því inn í hlutunum. Þess vegna var stökkið ekki eins stórt fyrir hann eins og fyrir Pétur Júníusson sem hefur ekki getað tekið mikið þátt,“ sagði Aron. „Það er klárlega hægt að byggja ofan á þetta,“ sagði Aron og játar það fúslega að það verði mikið að gera hjá honum að slípa liðið saman tvo síðustu mánuðina fram að Evrópumóti. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. Íslenska liðið vann flotta sigra á móti Noregi og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjunum en virtist ekki eiga mikið eftir á tanknum í lokaleiknum á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Danir tryggðu sér öruggan sigur á mótinu með sigrinum en íslensku strákarnir enduðu í öðru sæti. „Það var ekki mikið eftir á tanknum þegar við byrjuðum leikinn við Dani og þessi slæma byrjun endurspeglast svolítið í því," sagði Aron en íslenska liðið missti Danina frá sér í upphafi leik. „Menn voru með þunga fætur í byrjun og þá gerist allt hægt. Við vorum að tapa hlutunum í vörninni sem við vorum ekki að gera í hinum tveimur leikjunum. Við vorum líka að klúðra nokkrum dauðafærum í sókninni og vorum bara ekki nægjanlega beittir," sagði Aron. „Við lendum í þessu "sjokk-starti" en það var sterkur karakter hjá strákunum að koma til baka og gera þetta að leik. Í lokin voru nokkrir orðni vel laskaðir og þá lá þetta svolítið á herðum ungra og óreyndari manna að koma með eitthvað," sagði Aron. „Það tekur smá tíma að skóla þessa stráka og við verðum bara að halda áfram grimmt að vinna í því að auka breiddina sóknarlega," sagði Aron en hann var ánægður með hvernig þeir Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason stóðu sig í miðri íslensku vörninni. „Mér finnst aftur á móti við vera að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti, Tandra og Guðmund Hólmar," sagði Aron. „Miðað við þá stöðu sem við komum í hingað út. Það var engin fyrirvari á þessum brottföllum í miðjuvörninni og því var það mjög sterkt að ná að púsla því saman," sagði Aron. „Þetta hafðist með mikilli vinnu og svo eru þetta skynsamir drengir sem komu inn. Þeir voru fljótir að ná hlutunum og því var hægt að ná góðri frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum," sagði Aron. „Í lokaleiknum í dag var búið að vera mikið álag á mönnum og liðið búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum. Við vorum í mjög erfiðum leik í gær á móti Frökkum. Danir náðu að dreifa álaginu meira og skipta meira inná hjá sér. Þeir voru því með ferskari menn enda með alveg gríðarlega breidd," sagði Aron. „Útkoman á þessu móti er fína þótt að við séum óánægðir með byrjunina á þessum leik í kvöld sem og með lokin á leiknum. Mótið í heild sinni var fínt," sagði Aron nokkuð sáttur með stöðu mála hjá íslenska landsliðinu nú þegar tveir mánuðir eru þangað til að Evrópumótið í Póllandi hefjist. Aron segir að afrekshópurinn sé þegar farinn að skila sínu í sambandið við það hversu vel gekk hjá þeim Tandra Má og Guðmundi Hólmari að koma inn í þetta. „Það má segja að þarna sé afrekshópsvinnan svolítið að skila okkur með Guðmund Hólmar. Tandri fékk líka fimm til sex vikur síðasta sumar með afrekshópnum. Guðmundur Hólmar var í þeim pakka líka og hefur líka verið með á þessum æfingum í vetur. Hann er búinn að vera mjög duglegur að mæta og er því inn í hlutunum. Þess vegna var stökkið ekki eins stórt fyrir hann eins og fyrir Pétur Júníusson sem hefur ekki getað tekið mikið þátt,“ sagði Aron. „Það er klárlega hægt að byggja ofan á þetta,“ sagði Aron og játar það fúslega að það verði mikið að gera hjá honum að slípa liðið saman tvo síðustu mánuðina fram að Evrópumóti.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45
Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54
Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30
Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti