Meistararnir unnu sjötta leikinn í röð | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 11:00 Curry hefur skarað fram úr í frábæru liði Golden State Vísir/Getty Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt: NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt:
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira