Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 16:45 Aron Rafn varði frábærlega í seinni hálfleik. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira