Voru á vergangi í Grikklandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Wael Aliyadah og Feryal Aldahash ásamt dætrum sínum Jönu og Joulu. Þau fá ekki landvistarleyfi hér. Fréttablaðið/Ernir Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“ Flóttamenn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“
Flóttamenn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira