RÚV getur ekki bæði sleppt og haldið Skjóðan skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira