„Mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 14:46 Heiða Kristín Helgadóttir vísir/vilhelm Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00