Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2015 14:00 Frá fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins fyrr á þessu ári. vísir/gva Mjög mikill munur er á fjölskylduaðstæðum karla og kvenna sem eru í æðstu stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konurnar eru oftar einhleypar heldur en karlarnir sem eiga oftar eiginkonu sem vinnur minna heldur en þeir. Þar af leiðandi hafa karlarnir meira bakland heima við og bera þar minni ábyrgð heldur en konur sem eru með fjölskyldu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum stórrar könnunar sem gerð var á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins en þær Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni. Niðurstöður hennar verða kynntar á Þjóðarspeglinum á morgun, ráðstefnu um nýjustu rannsóknir í félagsvísindum hér á landi.Konur virðast eiga minni möguleika á að vinna sig upp „Við vorum að skoða æðstu tvö stjórnunarstigin í þessari könnun, það er framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna og þá sem heyra beint undir þá. Í ljós kemur að konur eru 27 prósent stjórnenda í þessum fyrirtækjum en karlar 73 prósent. Þá eru aðeins 9 prósent kvennanna æðstu stjórnendur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir í samtali við Vísi. Rannsóknin leiddi í ljós að konur eru líklegastar til að vera yfirmenn fjármálasviðs, mannauðssviðs og starfsmannasviðs, það er stigi fyrir neðan framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna. Þá kom einnig fram að konur virðast hafa minni möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækja þar sem þær eru frekar ráðnar beint inn í stjórnunarstöður. Alls var spurningalisti sendur á rúmlega 1300 stjórnendur og var svarhlutfallið 73 prósent. Á meðal þess sem spurt var að var hvað hafði áhrif á það að fólk var komið í stjórnunarstöðu.Þorgerður Einarsdóttirvísir/valliKarlar telja fjölskylduna vera hindrun fyrir konur „Þar var ekki mikill munur á svörum karla og kvenna. Þetta er metnaðarfullur hópur og bæði konur og karlar hafa metnað til að ná faglegum árangri og meirihlutinn virðist líta á sig sem leiðtogaefni. Svo spurðum við af hverju stjórnendur telja að ekki séu fleiri konur í þeirra hópi og þá telja bæði helmingur karla og kvenna að of fáar konur hreinlega sæki um stjórnunarstöður.“ Þá taldi meirihluti kvenna, eða 73 prósent, að ráðningar í of margar stjórnunarstöður fari í gegnum óformleg tengslanet en 39 prósent karla upplifðu þetta. „Konur upplifa einnig miklu oftar en karlar að ráðningar kvenna séu ekki forgangsmál. Síðan kom það okkur svolítið á óvart að helmingur kvenna telur að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum en 25 prósent karla telja þetta. Aftur á móti telja karlarnir fjölskylduna frekar vera hindrun fyrir konur þar sem þær leggi meiri áherslu á fjölskylduna heldur en framann. Þeir hafa því tihneigingu til að líta svo á að konurnar séu ekki tilbúnar til að takast á við þær áskoranir sem felast í því að vera í stjórnunarstöðu og sjá fjölskylduna meira sem ástæðu fyrir kynjahallanum.“ Það er því talsverður munur á því hvaða hindranir konur og karlar sjá á vinnumarkaðnum en einnig er nokkur munur á því hvaða ávinning kynin telja fólginn í því að hafa kynjajafnvægi á meðal stjórnenda fyrirtækja.Þarf að takast á við goðsögnina um að kynjahallinn sé konum að kenna „Konur telja að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að nýta mannauð kvenna sem best en karlarnir álíta það í minna mæli. Þá telja konur jafnframt að þær hafi góð áhrif á fyrirtækin og bæti fjárhagslega afkomu þeirra en þetta viðhorf sjáum við í mun minna mæli hjá körlunum.“ Aðspurð hvað sé hægt að gera til að breyta stöðunni eins og hún birtist í rannsókninni segir Þorgerður mikilvægt að gera svona kannanir og fjalla um þær þar sem þekking og umræða skipti miklu máli. „Þessi rannsókn sýnir mjög ólíkar upplifanir af þessu og það þarf svolítið að takast á við þessa goðsögn um að þessi kynjahalli sé konum að kenna og þær sækist ekki eftir frama. Þær eru að sækja um stjórnunarstöður og þær hafa metnað til að ná langt í atvinnulífinu svo það stendur ekki á þeim. Við þurfum hins vegar að ræða þessar hindranir sem þær upplifa á vinnumarkaðnum, hvernig verkaskiptingin er á heimilinu er og svo líta á skipulagið á vinnumarkaði sem heild. Þessi langi vinnutími sem hefur einkennt íslenskan vinnumarkað lengi, sérstaklega á meðal karla, vinnur til að mynda gegn því að jafnrétti náist.“ Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mjög mikill munur er á fjölskylduaðstæðum karla og kvenna sem eru í æðstu stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konurnar eru oftar einhleypar heldur en karlarnir sem eiga oftar eiginkonu sem vinnur minna heldur en þeir. Þar af leiðandi hafa karlarnir meira bakland heima við og bera þar minni ábyrgð heldur en konur sem eru með fjölskyldu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum stórrar könnunar sem gerð var á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins en þær Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni. Niðurstöður hennar verða kynntar á Þjóðarspeglinum á morgun, ráðstefnu um nýjustu rannsóknir í félagsvísindum hér á landi.Konur virðast eiga minni möguleika á að vinna sig upp „Við vorum að skoða æðstu tvö stjórnunarstigin í þessari könnun, það er framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna og þá sem heyra beint undir þá. Í ljós kemur að konur eru 27 prósent stjórnenda í þessum fyrirtækjum en karlar 73 prósent. Þá eru aðeins 9 prósent kvennanna æðstu stjórnendur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir í samtali við Vísi. Rannsóknin leiddi í ljós að konur eru líklegastar til að vera yfirmenn fjármálasviðs, mannauðssviðs og starfsmannasviðs, það er stigi fyrir neðan framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna. Þá kom einnig fram að konur virðast hafa minni möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækja þar sem þær eru frekar ráðnar beint inn í stjórnunarstöður. Alls var spurningalisti sendur á rúmlega 1300 stjórnendur og var svarhlutfallið 73 prósent. Á meðal þess sem spurt var að var hvað hafði áhrif á það að fólk var komið í stjórnunarstöðu.Þorgerður Einarsdóttirvísir/valliKarlar telja fjölskylduna vera hindrun fyrir konur „Þar var ekki mikill munur á svörum karla og kvenna. Þetta er metnaðarfullur hópur og bæði konur og karlar hafa metnað til að ná faglegum árangri og meirihlutinn virðist líta á sig sem leiðtogaefni. Svo spurðum við af hverju stjórnendur telja að ekki séu fleiri konur í þeirra hópi og þá telja bæði helmingur karla og kvenna að of fáar konur hreinlega sæki um stjórnunarstöður.“ Þá taldi meirihluti kvenna, eða 73 prósent, að ráðningar í of margar stjórnunarstöður fari í gegnum óformleg tengslanet en 39 prósent karla upplifðu þetta. „Konur upplifa einnig miklu oftar en karlar að ráðningar kvenna séu ekki forgangsmál. Síðan kom það okkur svolítið á óvart að helmingur kvenna telur að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum en 25 prósent karla telja þetta. Aftur á móti telja karlarnir fjölskylduna frekar vera hindrun fyrir konur þar sem þær leggi meiri áherslu á fjölskylduna heldur en framann. Þeir hafa því tihneigingu til að líta svo á að konurnar séu ekki tilbúnar til að takast á við þær áskoranir sem felast í því að vera í stjórnunarstöðu og sjá fjölskylduna meira sem ástæðu fyrir kynjahallanum.“ Það er því talsverður munur á því hvaða hindranir konur og karlar sjá á vinnumarkaðnum en einnig er nokkur munur á því hvaða ávinning kynin telja fólginn í því að hafa kynjajafnvægi á meðal stjórnenda fyrirtækja.Þarf að takast á við goðsögnina um að kynjahallinn sé konum að kenna „Konur telja að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að nýta mannauð kvenna sem best en karlarnir álíta það í minna mæli. Þá telja konur jafnframt að þær hafi góð áhrif á fyrirtækin og bæti fjárhagslega afkomu þeirra en þetta viðhorf sjáum við í mun minna mæli hjá körlunum.“ Aðspurð hvað sé hægt að gera til að breyta stöðunni eins og hún birtist í rannsókninni segir Þorgerður mikilvægt að gera svona kannanir og fjalla um þær þar sem þekking og umræða skipti miklu máli. „Þessi rannsókn sýnir mjög ólíkar upplifanir af þessu og það þarf svolítið að takast á við þessa goðsögn um að þessi kynjahalli sé konum að kenna og þær sækist ekki eftir frama. Þær eru að sækja um stjórnunarstöður og þær hafa metnað til að ná langt í atvinnulífinu svo það stendur ekki á þeim. Við þurfum hins vegar að ræða þessar hindranir sem þær upplifa á vinnumarkaðnum, hvernig verkaskiptingin er á heimilinu er og svo líta á skipulagið á vinnumarkaði sem heild. Þessi langi vinnutími sem hefur einkennt íslenskan vinnumarkað lengi, sérstaklega á meðal karla, vinnur til að mynda gegn því að jafnrétti náist.“
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira