Peyton sendi út skýr skilaboð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 08:15 Stjörnurnar Manning og Rodgers eftir leikinn í nótt. vísir/getty Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira