Laun og starfskjör ýmissa embættismanna hækka um 9,3 prósent á árinu en hækkunin er afturvirk til 1. mars þessa árs. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember síðastliðnum.
Lágmarkshækkun á almennum vinnumarkaði í ár var 3,2 prósent en mesta hækkunin 7,2 prósent. Gildistími flestra samninga hafi verið frá 1. mars þessa árs.
Í úrskurðarorði ráðsins segir að úrskurður gerðardóms um launakjör BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leiði til 9,3 prósent meðaltalshækkunar launa á árinu og liggur sú tala til grundvallar niðurstöðu kjararáðs.
Ákvörðunarvald kjararáðs nær meðal annars til þjóðkjörinna manna, dómara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og forstöðumanna ríkisstofnana.
Laun alþingismanna hækka til að mynda úr um rúmar sextíuþúsund krónur og eru nú 712.030 krónur. Ráðherrar verða eftir hækkunina með rúmlega 1.250.000 krónur í laun á mánuði fyrir utan forsætisráðherra en hann fær tæpa 1,4 milljónir. Forseti Íslands trónir svo á toppnum með rúmar 2,3 milljónir í mánaðarlaun en hann var áður með 2.117.000 krónur í laun.
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna

Tengdar fréttir

Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“
"Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson sem vill endurskoða lög um kjararáð.

Laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa hækkað minna en þeirra sem standa innan BHM og BSRB
Í svarinu er launaþróun hópanna borin saman við launavísitölu þar sem miðað er við tímabilið frá júlí árið 2006 til 2014.