Smíðar hraðbáta fyrir ríkasta fólk í heimi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Gunnar Víkingur hefur búið í Ástralíu frá 15 ára aldri. vísir/ernir Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“ Fréttir af flugi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“
Fréttir af flugi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira