Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. nóvember 2015 20:02 Össur Skarphéðinsson vísir/vilhelm Í þingsal í dag hafa þingmenn rætt um frumvarp utanríkisráðherra til breytingar á lögum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Með frumvarpinu er það lagt til að stofnunin verði færð undir utanríkisráðuneytið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gerði því í skóna í ræðustól í dag að málið væri liður í hrossakaupum stjórnarflokkanna og að auðvelt væri að sjá gamla helmingaskiptatilburði.Ögmundur Jónassonvísir/anton brink„Ég held nefnilega að fyrir þessu þingmáli sé ekki meirihluti hér í salnum. Ef menn ættu að svara því heiðarlega hvað þeim finnst um þetta frumvarp þá tel ég að meirihluti þingmanna sé því andvígur,“ sagði Ögmundur. Telur hann að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu á móti frumvarpinu en muni kjósa blint með því til frumvarp sem þeir eru hlynntir, um breytingu á lögum um opinber útgjöld, verði samþykkt. Framsóknarmenn styðji það hins vegar ekki en muni láta líða hjá að tala um það þar sem þeir fengu sínu fram í málefnum Þróunarsamvinnustofnunar. „Þarna er verið að taka stofnun sem er rekin á markvissan hátt, þar sem bókhald og annað er eins gegnsætt og vera má, og flytja undir væng utanríkisráðuneytisins. Það væri til dæmis ekki skynsamlegt að taka Vegagerðina og færa inn á þriðju eða fjórðu hæð innanríkisráðuneytisins. Það væri galið,“ sagði Ögmundur og taldi að það sama myndi gilda um þetta mál. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, veitti andsvar við ræðu Ögmundar. „Það liggur fyrir að þetta mál hefur ekki stuðning í stjórnarliðinu en það mátti greina, á orðum háttvirts þingmanns, að það það væru aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en ekki Framsóknarflokksins, sem séu á móti því,“ sagði Össur og bætti við að hann teldi að fjölmargir þingmenn Framsóknar væru á móti frumvarpinu.Hrossakaup á AlþingiUtanríkisráðherra er með Þróunarsamvinnustofnun á heilanum. Kapp hans á að leggja hana niður er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 18 November 2015Framsóknarmenn viti bornar verur „Ég trúi því ekki að þingmenn Framsóknarflokksins upp til hópa gangi gegn einni af megin arfleifðum eins af glæstustu leiðtogum þess flokks, Ólafs Jóhannessonar, sem hratt henni úr vör fyrir mörgum áratugum síðan,“ sagði Össur. Hann telur að málinu sé veitt þessi ofuráhersla nú þar sem þetta sé eina málið á þingmálalista utanríkisráðherra utan málum sem tengjast aðlögun að reglum ESB. Sjö slíkar þingsályktanir voru samþykktar á þinginu í dag. „Ég tel að margir þingmenn Framsóknar styðji málið ekki og ræð ég það af því að þeir hafa ekki treyst sér til að halda ræðu um það. En þetta eru vinnufélagar mínir og veit að þetta eru viti bornar verur sem hafa hlustað á röksemdirnar með málinu. Ég held þeir hafi látið ginnast af þeim blekkingum sem færðar voru fram með málinu,“ sagði Össur í síðara andsvari. Þingmenn hafa mjög kvartað yfir því að Gunnar Bragi Sveinsson sé ekki viðstaddur umræðu um málið. Ráðherrann hefur enn ekki látið til sín taka við aðra umræðu málsins. Ítrekað var óskað eftir því að fundi yrði frestað þar sem ráðherrann gæti ekki verið viðstaddur umræðuna vegna anna á öðrum vígstöðvum. Össur Skarphéðinsson benti á það í stöðuuppfærslu á Facebook í dag að Gunnar Bragi væri upptekinn á fundi með Framsóknarmönnum í heimahéraði sínu, Skagafirði.Gunnar Bragi SveinssonVísir/vilhelmRáðherran ekki í hefndarhug „Virðulegi forseti. Ég hyggst við enda þessarar umræðu [innskt. blm. fyrstu umræðu] svara flestum spurningum sem hér hafa komið fram enda eru þær ekki svo margar, þetta er endurtekið efni hjá flestum þingmönnum,” sagði Gunnar Bragi þegar hann veitti andsvar við ræðu Kristjáns L. Möller í fyrstu umræðu. Það var eina andsvar hans við ræðu annars þingmanns við umræðuna en að öðru leyti lét hann sér nægja að svara andsvörum við framsöguræðu sína og ræðu sem hann flutti áður en málið gekk til nefndar. Gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar, en minna hefur farið fyrir þingmönnum stjórnarinnar í ræðustól, hefur meðal annars snúist um hvað hvort ekki sé rétt að bíða eftir nýrri skýrslu frá þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, um stöðu mála og að ekki hafi nægilega margir verið kallaðir fyrir nefnd til að fjalla um málið þar. Einnig hefur verið ýjað að því að þessi breyting sé til þess að færa stofnunina nær ráðherra og gera honum auðveldara að vasast í henni eftir sínu höfði. Enn aðrir hafa breytinguna megi reka til þess að ráðherra sé illa við forstöðumann stofnunarinnar, Engilbert Guðmundsson. „Ráðherrann er sakaður um hefndarhug gegn forstöðumanni, en honum er nú ekki verr við forstöðumann en svo að hann er í starfshópnum sem vinnur við útfærslu á sameiningunni, sá ágæti forstöðumaður. Það er líka undarlegt að ekki hefur verið spurt hvort komi til greina að nýta starfskrafta forstöðumannsins áfram. Því hefði verið einfalt að svara játandi,” sagði Gunnar Bragi 22. september síðastliðinn í ræðustól þingsins. Þingfundi var frestað klukkan 19.24 en þá voru enn sjö eftir á mælendaskrá um málið. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir við Gunnar Braga Össur Skarphéðinsson sagðist hafa verið ávíttur af samflokksmönnum hans þegar hann hlýddi kalli náttúrunnar. 16. september 2015 19:04 Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Í þingsal í dag hafa þingmenn rætt um frumvarp utanríkisráðherra til breytingar á lögum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Með frumvarpinu er það lagt til að stofnunin verði færð undir utanríkisráðuneytið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gerði því í skóna í ræðustól í dag að málið væri liður í hrossakaupum stjórnarflokkanna og að auðvelt væri að sjá gamla helmingaskiptatilburði.Ögmundur Jónassonvísir/anton brink„Ég held nefnilega að fyrir þessu þingmáli sé ekki meirihluti hér í salnum. Ef menn ættu að svara því heiðarlega hvað þeim finnst um þetta frumvarp þá tel ég að meirihluti þingmanna sé því andvígur,“ sagði Ögmundur. Telur hann að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu á móti frumvarpinu en muni kjósa blint með því til frumvarp sem þeir eru hlynntir, um breytingu á lögum um opinber útgjöld, verði samþykkt. Framsóknarmenn styðji það hins vegar ekki en muni láta líða hjá að tala um það þar sem þeir fengu sínu fram í málefnum Þróunarsamvinnustofnunar. „Þarna er verið að taka stofnun sem er rekin á markvissan hátt, þar sem bókhald og annað er eins gegnsætt og vera má, og flytja undir væng utanríkisráðuneytisins. Það væri til dæmis ekki skynsamlegt að taka Vegagerðina og færa inn á þriðju eða fjórðu hæð innanríkisráðuneytisins. Það væri galið,“ sagði Ögmundur og taldi að það sama myndi gilda um þetta mál. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, veitti andsvar við ræðu Ögmundar. „Það liggur fyrir að þetta mál hefur ekki stuðning í stjórnarliðinu en það mátti greina, á orðum háttvirts þingmanns, að það það væru aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en ekki Framsóknarflokksins, sem séu á móti því,“ sagði Össur og bætti við að hann teldi að fjölmargir þingmenn Framsóknar væru á móti frumvarpinu.Hrossakaup á AlþingiUtanríkisráðherra er með Þróunarsamvinnustofnun á heilanum. Kapp hans á að leggja hana niður er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 18 November 2015Framsóknarmenn viti bornar verur „Ég trúi því ekki að þingmenn Framsóknarflokksins upp til hópa gangi gegn einni af megin arfleifðum eins af glæstustu leiðtogum þess flokks, Ólafs Jóhannessonar, sem hratt henni úr vör fyrir mörgum áratugum síðan,“ sagði Össur. Hann telur að málinu sé veitt þessi ofuráhersla nú þar sem þetta sé eina málið á þingmálalista utanríkisráðherra utan málum sem tengjast aðlögun að reglum ESB. Sjö slíkar þingsályktanir voru samþykktar á þinginu í dag. „Ég tel að margir þingmenn Framsóknar styðji málið ekki og ræð ég það af því að þeir hafa ekki treyst sér til að halda ræðu um það. En þetta eru vinnufélagar mínir og veit að þetta eru viti bornar verur sem hafa hlustað á röksemdirnar með málinu. Ég held þeir hafi látið ginnast af þeim blekkingum sem færðar voru fram með málinu,“ sagði Össur í síðara andsvari. Þingmenn hafa mjög kvartað yfir því að Gunnar Bragi Sveinsson sé ekki viðstaddur umræðu um málið. Ráðherrann hefur enn ekki látið til sín taka við aðra umræðu málsins. Ítrekað var óskað eftir því að fundi yrði frestað þar sem ráðherrann gæti ekki verið viðstaddur umræðuna vegna anna á öðrum vígstöðvum. Össur Skarphéðinsson benti á það í stöðuuppfærslu á Facebook í dag að Gunnar Bragi væri upptekinn á fundi með Framsóknarmönnum í heimahéraði sínu, Skagafirði.Gunnar Bragi SveinssonVísir/vilhelmRáðherran ekki í hefndarhug „Virðulegi forseti. Ég hyggst við enda þessarar umræðu [innskt. blm. fyrstu umræðu] svara flestum spurningum sem hér hafa komið fram enda eru þær ekki svo margar, þetta er endurtekið efni hjá flestum þingmönnum,” sagði Gunnar Bragi þegar hann veitti andsvar við ræðu Kristjáns L. Möller í fyrstu umræðu. Það var eina andsvar hans við ræðu annars þingmanns við umræðuna en að öðru leyti lét hann sér nægja að svara andsvörum við framsöguræðu sína og ræðu sem hann flutti áður en málið gekk til nefndar. Gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar, en minna hefur farið fyrir þingmönnum stjórnarinnar í ræðustól, hefur meðal annars snúist um hvað hvort ekki sé rétt að bíða eftir nýrri skýrslu frá þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, um stöðu mála og að ekki hafi nægilega margir verið kallaðir fyrir nefnd til að fjalla um málið þar. Einnig hefur verið ýjað að því að þessi breyting sé til þess að færa stofnunina nær ráðherra og gera honum auðveldara að vasast í henni eftir sínu höfði. Enn aðrir hafa breytinguna megi reka til þess að ráðherra sé illa við forstöðumann stofnunarinnar, Engilbert Guðmundsson. „Ráðherrann er sakaður um hefndarhug gegn forstöðumanni, en honum er nú ekki verr við forstöðumann en svo að hann er í starfshópnum sem vinnur við útfærslu á sameiningunni, sá ágæti forstöðumaður. Það er líka undarlegt að ekki hefur verið spurt hvort komi til greina að nýta starfskrafta forstöðumannsins áfram. Því hefði verið einfalt að svara játandi,” sagði Gunnar Bragi 22. september síðastliðinn í ræðustól þingsins. Þingfundi var frestað klukkan 19.24 en þá voru enn sjö eftir á mælendaskrá um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir við Gunnar Braga Össur Skarphéðinsson sagðist hafa verið ávíttur af samflokksmönnum hans þegar hann hlýddi kalli náttúrunnar. 16. september 2015 19:04 Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Þingmenn ósáttir við Gunnar Braga Össur Skarphéðinsson sagðist hafa verið ávíttur af samflokksmönnum hans þegar hann hlýddi kalli náttúrunnar. 16. september 2015 19:04
Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent