Lagerbäck: Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 12:24 Guðmundur Hreiðarsson, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Adam Jastrzebowski Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira