Kvikur bankamarkaður stjórnarmaðurinn skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00