NBA: Kobe nálægt þrennu í sigri Lakers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Kobe Bryant. Vísir/EPA Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira