Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir fund með ríkislögreglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Hættumat lögreglunnar er unnið í samráði við erlendar öryggisstofnanir og lögreglu. vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun. Hryðjuverk í París Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun.
Hryðjuverk í París Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira