Hannes: Þurfum meiri peninga og meira í afrekssjóðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30
Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49