Danska stjórnin leggur til að lögreglunni verði heimilt að leita í farangri flóttamanna og leggja hald á peninga og önnur verðmæti þeirra vegna kostnaðar við dvöl þeirra í Danmörku. Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu að loknum fréttamannafundi Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í gær.
Forsætisráðherrann kynnti aðgerðir í 34 liðum sem stemma eiga stigu við flóttamannastrauminum til Danmerkur en í ár hafa komið þangað um 15 þúsund flóttamenn.
Ríkisstjórn Danmerkur boðar að reistar verði tjaldbúðir í Danmörku þegar í næstu viku.
Stjórnarandstaðan og yfirmaður Rauða krossins gagnrýna þetta harðlega.
Herða aðgerðir gegn flóttamönnum
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
