Hvernig tökum við mikilvægar ákvarðanir? Hörður Arnarson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun