Írland er í góðri stöðu eftir 1-1 jafntefli gegn Bosníu á útivelli í fyrri viðureign liðanna í umspilsrimmu þeirra um sæti á EM 2016 í Frakklandi.
Um stund leit út fyrir að fresta þyrfti leiknum vegna mikillar þoku en það kom ekki til þess.
Leikurinn var markalaus þar til á 82. mínútu er Robbie Brady, fyrirliði Íranna, kom sínum mönnum yfir. Heimamenn voru þó aðeins þrjár mínútur að svara fyrir sig en það gerði Edin Dzeko.
Úrslitin þýða að Írum dugir markalaust jafntefli í leik liðanna á mánudag til að komast áfram til Frakklands.
Írar munu endurheimta þá John O'Shea og Jonathan Walters úr leikbanni og þá gæti Shane Long náð leiknum eftir að hafa verið að glíma við meiðsli.
Írarnir náðu jafntefli í Bosníu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti
