Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum Stefán Árni Pálsson í Hertz-hellinum skrifar 13. nóvember 2015 18:30 Sveinbjörn Claessen, hdl, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira