Körfubolti

Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedersen og aðstoðarmaður hans, Arnar Guðjónsson, fagna í landsleik.
Pedersen og aðstoðarmaður hans, Arnar Guðjónsson, fagna í landsleik. vísir/vilhelm
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits.

Nýi samningurinn við Pedersen er til haustsins 2017. Í samningnum er möguleiki á framlengingu til ársins 2019 ef samstarfið gengur áfram vel.

Þessi samningur þýðir að Pedersen mun koma meira að starfi KKÍ og verður meira hér á landi en áður. Hann mun einnig vera tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn eru og heimsækja einhverja af þeim skólum.

Þá munu Pedersen, Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandslisðins, og Einar Árni Jóhannsson, yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ, vinna náið saman við skipulag og uppbyggingu allra landsliða KKÍ.

Pedersen hættir að þjálfa Svendborg Rabbits til að einbeita sér betur að landsliðinu og hafa meiri tíma með fjölskyldunni samkvæmt tilkynningu KKÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×