Örlög Rússa ráðast í dag: Kenna gömlu stjórninni um „óregluna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 08:00 Anna Chicherova fagnar sigri í hástökki á ÓL 2012. vísir/getty Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Sjá meira
Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Sjá meira