Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 06:00 Mariya Savinova fagnar sigri sínum í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 og Ekaterina Poistogova fagnar bronsi. Alþjóðalyfjaeftirlitið segir að Rússar hafi eyðilagt frjálsíþróttakeppnina í Lundúnum með lyfjamisnotkun sinni. Ekkert hefur verið sannað beint gegn þeim tveimur. Fréttablaðið/Getty Frjálsar Frjálsíþróttaheimurinn leikur á reiðiskjálfi eftir að skýrsla sem unnin var af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, WADA, opinberaði stórfellda lyfjamisnotkun rússneskra frjálsíþróttamanna sem var kerfisbundið unnin í samvinnu við rússneska frjálsíþróttasambandið.“ Það hjálpaði svo til við að hylma yfir allt og eyddi meðal annars 1.400 sýnum þegar WADA bað rússneska lyfjaeftirlitið að geyma ákveðin sýni. Þriggja manna nefnd á vegum WADA, þar sem fyrrverandi forseti WADA, Dick Pound, var í forsvari, vill enn fremur að fimm rússneskir frjálsíþróttamenn og fimm þjálfarar fái lífstíðarbann.Sjá einnig: Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar fá til loka vikunnar til að svara skýrslunni en talsmaður Kremlar gaf út stutta yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði engar sannanir á bak við það sem fram kemur í skýrslunni. Allt hófst þetta í desember í fyrra þegar þýsk heimildarmynd leiddi í ljós samsæri rússneska frjálsíþróttasambandsins. Þar var því haldið fram að rússneskir frjálsíþróttamenn greiði fimm prósenta hlut launa sinna til rússneska lyfjaeftirlitsins, RUSADA, sem á móti skaffar þeim árangursbætandi efni og sópar lyfjaprófum þar sem eitthvað finnst undir teppið. Alþjóðalyfjaeftirlitið mælir sterklega með því að Rússum verði meinuð þátttaka á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Ríó á næsta ári sem yrði sögulegt.Jónas Egilsson.VísirFór undan í flæmingi „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, við Fréttablaðið, en hann sat einnig um árabil í stjórn evrópska frjálsíþróttasambandsins. „Ég hef fylgst vel með frjálsíþróttum í Rússlandi og þar áður í Sovétríkjunum.“ Hann segir að eftir hrun Sovétríkjanna hafi frjálsíþróttir farið út af kortinu hjá Rússum en upp úr aldamótum hafi komið ný bylgja af toppíþróttafólki þaðan. Endurnýjunin síðan þá hafi honum alltaf fundist grunsamleg. „Í flestum tilfellum staldrar þetta fólk stutt við þó það séu vitaskuld til undantekningar á því. Rússar koma fram með toppfólk en svo hverfur það. Ég var í stjórn Evrópusambandsins lengi og fylgdist þá vel með úrslitum á EM.“Sjá einnig: Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Jónas er svo vel tengdur að hann er málkunnugur Valentin Balakhnisjev, fyrrverandi formanni frjálsíþróttasambands Rússlands, sem sagði af sér eftir ásakanir þýsku sjónvarpsmannanna í desember. Jónas reyndi margsinnis að ræða þessa endurnýjun við Balakhnisjev þegar þeir hittust. „Hann fór alltaf undan í flæmingi. Ég vildi bara vita hvert væri leyndarmálið á bak við þessa miklu endurnýjun en aldrei vildi hann svara þessu nema með því að í Rússlandi væri gott kerfi og markvisst unnið að góðum árangri. Mín tilfinning var alltaf að hann vissi meira en hann sagði. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en það segir sitt að hann hafi sagt af sér eftir þessar uppljóstranir í fyrra,“ segir Jónas.Tatyana Lysenko er Ólympíumeistari í sleggjukasti og tvöfaldur heimsmeistari.Vísir/GettyRæktaðir íþróttamenn Á fjölmörgum árum í frjálsíþróttageiranum sem formaður FRÍ og stjórnarmaður hjá evrópska sambandinu segist Jónas hafa rætt þessa rússnesku uppsveiflu við margt fólk og flestir hafi verið sömu skoðunar og hann. „Auðvitað heyrði maður orðróm um þetta í þessu samfélagi, hjá samböndunum öllum sem og mótshöldurum og fleirum. Tilfinning manna var sú, að þarna væru íþróttamenn „ræktaðir“ upp þar til þeir væru orðnir góðir og þá sendir „hreinir“ á alþjóðleg mót,“ segir Jónas, en Rússar hafa verið næststerkasta frjálsíþróttaþjóðin á eftir Bandaríkjamönnum síðan um aldamótin. „Ástæðan fyrir því að margir entust svona stutt, held ég, er að þegar fram liðu stundir fóru áhrifin að renna af þeim. Þetta er allt ósannað en fellur að þessari mynd sem WADA dregur upp. Þetta er ekki bara mín tilfinning sem ég byggi þetta á heldur á samtölum mínum við mótshaldara stórmóta í Evrópu og fleiri sem þekkja enn betur til en ég,“ segir Jónas.Sjá einnig: Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Svo virðist sem Rússar hafi fengið hjálp frá Senegalanum Lamine Diack, fyrrverandi forseta Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Hann var, ásamt fleiri yfirmönnum IAAF, handtekinn í Frakklandi í síðustu viku, grunaður um að taka við mútum frá Rússunum fyrir yfirhylmingu á svindlinu. Diack tók við sem forseti IAAF árið 1999 en lét af störfum á þessu ári þegar Bretinn Sebastian Coe lávarður var kosinn forseti. Gabriel Dollé, fyrrverandi yfirmaður lyfjanefndar IAAF, var einnig handtekinn. Hann er sakaður um að hafa tekið við 200.000 evrum í mútugreiðslur fyrir að hylma yfir með Rússunum. „Það er augljóst að ákveðnir aðilar innan alþjóðasambandsins voru með í spilum,“ segir Jónas ákveðinn. „Dollé átti að hafa eftirlit með þessu og svo lætur Diack þetta viðgangast og fær fyrir það 20-40 milljónir að því að talið er. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé viðriðinn svona spillingu,“ segir Jónas Egilsson.Dick Pound, formaður skýrslunefndarinnar hjá WADA.Vísir/GettyÞað helsta sem kemur fram í skýrslunni - Þar kemur í ljós að Rússar hafa verið með slakt lyfjaeftirlit og ekki fylgt nýjustu tækni þegar kemur að gæðum lyfjaprófa. - Sagt er að hvorki geti rússneska frjálsíþróttasambandið né rússneska lyfjaeftirlitið talið sig stunda alvöru eftirlit. - Mælt er með að Alþjóðalyfjaeftirlitið gæðavotti ekki lengur rannsóknarstofu rússneska lyfjaeftirlitsins og að yfirmaður þess, Grigory Rodchenko, verði rekinn úr starfi. Hann er sakaður um að taka við mútum og viljandi eyðileggja sýni sem honum var sagt að geyma. - Staðfest er að sumir rússneskir læknar og/eða rannsóknarstofur hjálpi íþróttamönnum við að stunda lyfjamisnotkun sem og sumir þjálfarar. - Talið er öruggt að rannsóknarstofa rússneska lyfjaeftirlitsins eyðilagði vísvitandi 1.400 sýni eftir að hafa fengið bréf frá WADA sem bað um að sýnin yrðu geymd. - Það kom í ljós að rússneska lyfjaeftirlitið lét íþróttamenn sína vita í tæka tíð áður en þeir voru kallaðir í próf, faldi próf sem sönnuðu lyfjamisnotkun og tóku við mútum fyrir að hylma yfir allt saman. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Frjálsar Frjálsíþróttaheimurinn leikur á reiðiskjálfi eftir að skýrsla sem unnin var af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, WADA, opinberaði stórfellda lyfjamisnotkun rússneskra frjálsíþróttamanna sem var kerfisbundið unnin í samvinnu við rússneska frjálsíþróttasambandið.“ Það hjálpaði svo til við að hylma yfir allt og eyddi meðal annars 1.400 sýnum þegar WADA bað rússneska lyfjaeftirlitið að geyma ákveðin sýni. Þriggja manna nefnd á vegum WADA, þar sem fyrrverandi forseti WADA, Dick Pound, var í forsvari, vill enn fremur að fimm rússneskir frjálsíþróttamenn og fimm þjálfarar fái lífstíðarbann.Sjá einnig: Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar fá til loka vikunnar til að svara skýrslunni en talsmaður Kremlar gaf út stutta yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði engar sannanir á bak við það sem fram kemur í skýrslunni. Allt hófst þetta í desember í fyrra þegar þýsk heimildarmynd leiddi í ljós samsæri rússneska frjálsíþróttasambandsins. Þar var því haldið fram að rússneskir frjálsíþróttamenn greiði fimm prósenta hlut launa sinna til rússneska lyfjaeftirlitsins, RUSADA, sem á móti skaffar þeim árangursbætandi efni og sópar lyfjaprófum þar sem eitthvað finnst undir teppið. Alþjóðalyfjaeftirlitið mælir sterklega með því að Rússum verði meinuð þátttaka á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Ríó á næsta ári sem yrði sögulegt.Jónas Egilsson.VísirFór undan í flæmingi „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, við Fréttablaðið, en hann sat einnig um árabil í stjórn evrópska frjálsíþróttasambandsins. „Ég hef fylgst vel með frjálsíþróttum í Rússlandi og þar áður í Sovétríkjunum.“ Hann segir að eftir hrun Sovétríkjanna hafi frjálsíþróttir farið út af kortinu hjá Rússum en upp úr aldamótum hafi komið ný bylgja af toppíþróttafólki þaðan. Endurnýjunin síðan þá hafi honum alltaf fundist grunsamleg. „Í flestum tilfellum staldrar þetta fólk stutt við þó það séu vitaskuld til undantekningar á því. Rússar koma fram með toppfólk en svo hverfur það. Ég var í stjórn Evrópusambandsins lengi og fylgdist þá vel með úrslitum á EM.“Sjá einnig: Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Jónas er svo vel tengdur að hann er málkunnugur Valentin Balakhnisjev, fyrrverandi formanni frjálsíþróttasambands Rússlands, sem sagði af sér eftir ásakanir þýsku sjónvarpsmannanna í desember. Jónas reyndi margsinnis að ræða þessa endurnýjun við Balakhnisjev þegar þeir hittust. „Hann fór alltaf undan í flæmingi. Ég vildi bara vita hvert væri leyndarmálið á bak við þessa miklu endurnýjun en aldrei vildi hann svara þessu nema með því að í Rússlandi væri gott kerfi og markvisst unnið að góðum árangri. Mín tilfinning var alltaf að hann vissi meira en hann sagði. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en það segir sitt að hann hafi sagt af sér eftir þessar uppljóstranir í fyrra,“ segir Jónas.Tatyana Lysenko er Ólympíumeistari í sleggjukasti og tvöfaldur heimsmeistari.Vísir/GettyRæktaðir íþróttamenn Á fjölmörgum árum í frjálsíþróttageiranum sem formaður FRÍ og stjórnarmaður hjá evrópska sambandinu segist Jónas hafa rætt þessa rússnesku uppsveiflu við margt fólk og flestir hafi verið sömu skoðunar og hann. „Auðvitað heyrði maður orðróm um þetta í þessu samfélagi, hjá samböndunum öllum sem og mótshöldurum og fleirum. Tilfinning manna var sú, að þarna væru íþróttamenn „ræktaðir“ upp þar til þeir væru orðnir góðir og þá sendir „hreinir“ á alþjóðleg mót,“ segir Jónas, en Rússar hafa verið næststerkasta frjálsíþróttaþjóðin á eftir Bandaríkjamönnum síðan um aldamótin. „Ástæðan fyrir því að margir entust svona stutt, held ég, er að þegar fram liðu stundir fóru áhrifin að renna af þeim. Þetta er allt ósannað en fellur að þessari mynd sem WADA dregur upp. Þetta er ekki bara mín tilfinning sem ég byggi þetta á heldur á samtölum mínum við mótshaldara stórmóta í Evrópu og fleiri sem þekkja enn betur til en ég,“ segir Jónas.Sjá einnig: Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Svo virðist sem Rússar hafi fengið hjálp frá Senegalanum Lamine Diack, fyrrverandi forseta Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Hann var, ásamt fleiri yfirmönnum IAAF, handtekinn í Frakklandi í síðustu viku, grunaður um að taka við mútum frá Rússunum fyrir yfirhylmingu á svindlinu. Diack tók við sem forseti IAAF árið 1999 en lét af störfum á þessu ári þegar Bretinn Sebastian Coe lávarður var kosinn forseti. Gabriel Dollé, fyrrverandi yfirmaður lyfjanefndar IAAF, var einnig handtekinn. Hann er sakaður um að hafa tekið við 200.000 evrum í mútugreiðslur fyrir að hylma yfir með Rússunum. „Það er augljóst að ákveðnir aðilar innan alþjóðasambandsins voru með í spilum,“ segir Jónas ákveðinn. „Dollé átti að hafa eftirlit með þessu og svo lætur Diack þetta viðgangast og fær fyrir það 20-40 milljónir að því að talið er. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé viðriðinn svona spillingu,“ segir Jónas Egilsson.Dick Pound, formaður skýrslunefndarinnar hjá WADA.Vísir/GettyÞað helsta sem kemur fram í skýrslunni - Þar kemur í ljós að Rússar hafa verið með slakt lyfjaeftirlit og ekki fylgt nýjustu tækni þegar kemur að gæðum lyfjaprófa. - Sagt er að hvorki geti rússneska frjálsíþróttasambandið né rússneska lyfjaeftirlitið talið sig stunda alvöru eftirlit. - Mælt er með að Alþjóðalyfjaeftirlitið gæðavotti ekki lengur rannsóknarstofu rússneska lyfjaeftirlitsins og að yfirmaður þess, Grigory Rodchenko, verði rekinn úr starfi. Hann er sakaður um að taka við mútum og viljandi eyðileggja sýni sem honum var sagt að geyma. - Staðfest er að sumir rússneskir læknar og/eða rannsóknarstofur hjálpi íþróttamönnum við að stunda lyfjamisnotkun sem og sumir þjálfarar. - Talið er öruggt að rannsóknarstofa rússneska lyfjaeftirlitsins eyðilagði vísvitandi 1.400 sýni eftir að hafa fengið bréf frá WADA sem bað um að sýnin yrðu geymd. - Það kom í ljós að rússneska lyfjaeftirlitið lét íþróttamenn sína vita í tæka tíð áður en þeir voru kallaðir í próf, faldi próf sem sönnuðu lyfjamisnotkun og tóku við mútum fyrir að hylma yfir allt saman.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira