Danska úrvalsdeildarfélagið Svendborg Rabbits tilkynnti í kvöld að Craig Pedersen væri hættur sem þjálfari liðsins eftir þrettán ára dvöl hjá félaginu. Arnar Guðjónsson tekur við starfi hans hjá Svendborg.
Pedersen hættir til að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Enn fremur er fullyrt að Pedersen verði áfram landsliðsþjálfari Íslands og muni nú einbeita sér að því starfi.
Undir stjórn Pedersen komst Ísland á sitt fyrsta stórmót og mun Pedersen nú fá það verkefni að koma Íslandi á EM 2017. Eftir EM í haust var gagnkvæmur vilji hjá KKÍ og Pedersen að halda samstarfinu áfram.
Pedersen átti mikilli velgengni að fagna hjá Svendborg Rabbits en hann gerði liðið einu sinni að dönskum meisturum og þrívegis að bikarmeisturum.
Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersen hjá bæði Svendborg Rabbits og íslenska landsliðinu, verður nú aðalþjálfari danska liðsins.
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
