Umfjöllun og viðtöl: FSu - Njarðvík 82-110 | Auðvelt hjá Njarðvík Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu á Selfossi skrifar 12. nóvember 2015 22:00 Teitur Örlygsson er aðstoðarþjálfari Njarðvíkur. vísir/valli Njarðvík vann stórsigur á FSu í kvöld á Selfossi. Leikurinn var jafn og spennandi í um það bil 7 mínutur en þá tóku gestirnir völdin og litu í raun aldrei í baksýnisspegilinn eftir það. FSu var enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni þegar kom að þessum leik og mættu til leiks án erlends leikmanns þar sem samningi Christopher Anderson var sagt upp um síðustu helgi. Haukur Helgi Pálsson og Chris Caird háðu mikið einvígi í fyrsta leikhluta og fóru fyrir sóknarleik sinna liða. Njarðvík byrjaði betur en í stöðunni 8-12 fyrir Njarðvík tók FSu á sprett og komst yfir 18-12. Gestirnir náðu þó að hægja á þeim og jafna og komast yfir fyrir lok fyrsta leikhlutans 25-28. Njarðvík náði að byggja upp 10 stiga forskot snemma í öðrum leikhluta og munaði þar mest um stórleik Hauks sem fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik. Njarðvík fór með gott forskot inn í hálfleikinn 33-57. Margumræddur Haukur Pálsson var komin með 23 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta í hálfleik. Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og heimamenn virtust ráðlausir á báðum endum vallarins. Í síðustu tveimur leikjum höfðu Njarðvík ekki náð að skora 70 stig í venjulegum leiktíma en í fyrstu þremur leikhlutunum í leik kvöldsins skoruðu þeir 92 stig gegn 56 stigum heimamanna. Síðasti leikhlutinn fór vel af stað fyrir þá grænu sem héldu áfram að skora að vild gegn frekar máttlausum leikmönnum FSu. Haukur Pálsson var frábær í kvöld, bæði í vörn og sókn, Marquise Simmons var eins kóngur í ríki sínu og rúmlega það inn í teignum og Logi Gunnarsson átti góða spretti og skilaði góðu dagsverki. Í liði heimamanna var það Chris Caird sem stóð upp úr annars slöku liði heimamanna. Hlynur Hreinsson átti góðan leik en liðið þarf að gera betur varnarlega og þeir vita það sennilega best sjálfir.FSu-Njarðvík 82-110 (25-28, 11-29, 20-35, 26-18)FSu: Cristopher Caird 30/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ari Gylfason 9, Svavar Ingi Stefánsson 5/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 3/5 fráköst/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Birkir Víðisson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 31/14 fráköst/6 stoðsendingar, Marquise Simmons 23/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 8, Jón Arnór Sverrisson 5/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Hilmar Hafsteinsson 2.Friðrik Ingi: Getum orðið mun betri Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga var sáttur með leik sinna manna eftir auðveldan sigur gegn FSu í kvöld. „Mér fannt vinnslan í liðinu góð í kvöld og við vorum góðir varnarlega og vorum einnig betri sóknarlega í kvöld en við höfum verið upp á síðkastið." Hann bjóst ekki við svona auðveldum leik í kvöld en þakkar sínum leikmönnum að sigurinn var svona sannfærandi. „Við vissum að þeir væru kanalausir og ég hafði fulla trú á sigri en enginn leikur er auðveldur í þessari deild. Við vissum að þeir eru grimmir og að við þyrftum að spila vel til þess að leggja þá að velli og það tókst." Friðrik segist sjá mikið af tækifærum til að lið hans geti bætt sig. „Við erum ánægðir með gang mála en á sama tíma vitum við að liðið getur orðið mun betra en það er í dag, þannig að ég er bjartsýnn." sagði Friðrik að lokum.Logi: Sóknin að koma til Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, var sáttur með sigurinn á Selfossi í kvöld og var ánægður með framlag varamanna í leiknum. „Við náðum að byggja upp forystu í fyrri hálfleik og við hættum ekkert eða slökuðum á sem er góð framför í okkar leik. Varamenn komu inn ferskir og það er alltaf gott að geta sest niður og hvílt sig" Sóknarleikur liðsins var góður í kvöld og skotin voru að detta og Logi fagnar þeirri þróun. „Vörnin hefur verið að smella vel og það var nauðsynlegt í kvöld að stoppa þeirra aðgerðir í sókninni, þeir eru góðir skotmenn og við náðum að halda aftur af þeim. Sóknin er að koma til hjá okkur og það er vissulega jákvætt" Logi telur liðið vera að slípast vel til og segir stefnuna skýra í Njarðvík. "Við erum sterkir varnarlega og ég tel að við getum barist um titla ef við höldum áfram að bæta okkur í vörn. Sóknin fylgir og við erum í þessu til að berjast á toppnum."Olson: Við brotnuðum saman Erik Olson var að leik loknum vonsvikinn í kvöld og segir að það sé erfitt að venjast þessari tilfinningu sem fylgir því að tapa leikjum. „Við erum svekktir og sárir út í okkur sjálfa fyrir að bregðast ekki við áhlaupum. Leikurinn er jafn í næstum 10 mínutur en þegar þeir slíta sig nokkrum stigum frá okkur þá svörum við ekki heldur brotnum við." Hann segir sitt lið of hæfileikaríkt til að bjóða upp á frammistöðu líkt og í kvöld. „Það eru hæfileikar í þessum hóp sem fólk sér ekki og það er einfaldlega vegna þess að við erum ekki að sýna okkar rétta andlit í leikjum. Við brotnum saman og gleymum hvað það var sem við ætluðum að gera. Við spiluðum enga vörn i kvöld og vorum hreinlega jarðaðir í frákastabaráttunni." Erik vonast til þess að nýr erlendur leikmaður komi með hluta af því sem upp á vantar. „Chris Woods er væntanegur til landsins á næstu dögum og við vonumst til að hann hjálpi okkur að binda saman þessa lausu enda sem hanga um allan völl hjá okkur."Hlynur: Vörnin hræðilega léleg Hlynur Hreinsson leikmaður FSu átti góðan leik í kvöld þrátt fyrir stórt tap í leiknum. „Við hittum ekkert þrátt fyrir að fá opin skot allan leikinn. Mér fannst við fá að miklu leyti það sem við vorum að leita að sóknarlega í kvöld en vörnin hjá okkur var hræðilega léleg í þessum leik." Hlynur er vongóður um að koma Chris Woods breyti miklu fyrir FSu. „Hann er sterkur strákur og lætur finna vel fyrir sér undir körfunni og það er hlutur sem okkur vantar sárlega." Hann er alveg viss um að FSu eigi eftir að koma sér í gang þó að leikur liðsins hingað til hafi verið langt frá væntingum. „Við munum grafa okkur upp úr þessari holu það er engin spurning."Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Njarðvík vann stórsigur á FSu í kvöld á Selfossi. Leikurinn var jafn og spennandi í um það bil 7 mínutur en þá tóku gestirnir völdin og litu í raun aldrei í baksýnisspegilinn eftir það. FSu var enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni þegar kom að þessum leik og mættu til leiks án erlends leikmanns þar sem samningi Christopher Anderson var sagt upp um síðustu helgi. Haukur Helgi Pálsson og Chris Caird háðu mikið einvígi í fyrsta leikhluta og fóru fyrir sóknarleik sinna liða. Njarðvík byrjaði betur en í stöðunni 8-12 fyrir Njarðvík tók FSu á sprett og komst yfir 18-12. Gestirnir náðu þó að hægja á þeim og jafna og komast yfir fyrir lok fyrsta leikhlutans 25-28. Njarðvík náði að byggja upp 10 stiga forskot snemma í öðrum leikhluta og munaði þar mest um stórleik Hauks sem fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik. Njarðvík fór með gott forskot inn í hálfleikinn 33-57. Margumræddur Haukur Pálsson var komin með 23 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta í hálfleik. Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og heimamenn virtust ráðlausir á báðum endum vallarins. Í síðustu tveimur leikjum höfðu Njarðvík ekki náð að skora 70 stig í venjulegum leiktíma en í fyrstu þremur leikhlutunum í leik kvöldsins skoruðu þeir 92 stig gegn 56 stigum heimamanna. Síðasti leikhlutinn fór vel af stað fyrir þá grænu sem héldu áfram að skora að vild gegn frekar máttlausum leikmönnum FSu. Haukur Pálsson var frábær í kvöld, bæði í vörn og sókn, Marquise Simmons var eins kóngur í ríki sínu og rúmlega það inn í teignum og Logi Gunnarsson átti góða spretti og skilaði góðu dagsverki. Í liði heimamanna var það Chris Caird sem stóð upp úr annars slöku liði heimamanna. Hlynur Hreinsson átti góðan leik en liðið þarf að gera betur varnarlega og þeir vita það sennilega best sjálfir.FSu-Njarðvík 82-110 (25-28, 11-29, 20-35, 26-18)FSu: Cristopher Caird 30/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ari Gylfason 9, Svavar Ingi Stefánsson 5/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 3/5 fráköst/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Birkir Víðisson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 31/14 fráköst/6 stoðsendingar, Marquise Simmons 23/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 8, Jón Arnór Sverrisson 5/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Hilmar Hafsteinsson 2.Friðrik Ingi: Getum orðið mun betri Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga var sáttur með leik sinna manna eftir auðveldan sigur gegn FSu í kvöld. „Mér fannt vinnslan í liðinu góð í kvöld og við vorum góðir varnarlega og vorum einnig betri sóknarlega í kvöld en við höfum verið upp á síðkastið." Hann bjóst ekki við svona auðveldum leik í kvöld en þakkar sínum leikmönnum að sigurinn var svona sannfærandi. „Við vissum að þeir væru kanalausir og ég hafði fulla trú á sigri en enginn leikur er auðveldur í þessari deild. Við vissum að þeir eru grimmir og að við þyrftum að spila vel til þess að leggja þá að velli og það tókst." Friðrik segist sjá mikið af tækifærum til að lið hans geti bætt sig. „Við erum ánægðir með gang mála en á sama tíma vitum við að liðið getur orðið mun betra en það er í dag, þannig að ég er bjartsýnn." sagði Friðrik að lokum.Logi: Sóknin að koma til Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, var sáttur með sigurinn á Selfossi í kvöld og var ánægður með framlag varamanna í leiknum. „Við náðum að byggja upp forystu í fyrri hálfleik og við hættum ekkert eða slökuðum á sem er góð framför í okkar leik. Varamenn komu inn ferskir og það er alltaf gott að geta sest niður og hvílt sig" Sóknarleikur liðsins var góður í kvöld og skotin voru að detta og Logi fagnar þeirri þróun. „Vörnin hefur verið að smella vel og það var nauðsynlegt í kvöld að stoppa þeirra aðgerðir í sókninni, þeir eru góðir skotmenn og við náðum að halda aftur af þeim. Sóknin er að koma til hjá okkur og það er vissulega jákvætt" Logi telur liðið vera að slípast vel til og segir stefnuna skýra í Njarðvík. "Við erum sterkir varnarlega og ég tel að við getum barist um titla ef við höldum áfram að bæta okkur í vörn. Sóknin fylgir og við erum í þessu til að berjast á toppnum."Olson: Við brotnuðum saman Erik Olson var að leik loknum vonsvikinn í kvöld og segir að það sé erfitt að venjast þessari tilfinningu sem fylgir því að tapa leikjum. „Við erum svekktir og sárir út í okkur sjálfa fyrir að bregðast ekki við áhlaupum. Leikurinn er jafn í næstum 10 mínutur en þegar þeir slíta sig nokkrum stigum frá okkur þá svörum við ekki heldur brotnum við." Hann segir sitt lið of hæfileikaríkt til að bjóða upp á frammistöðu líkt og í kvöld. „Það eru hæfileikar í þessum hóp sem fólk sér ekki og það er einfaldlega vegna þess að við erum ekki að sýna okkar rétta andlit í leikjum. Við brotnum saman og gleymum hvað það var sem við ætluðum að gera. Við spiluðum enga vörn i kvöld og vorum hreinlega jarðaðir í frákastabaráttunni." Erik vonast til þess að nýr erlendur leikmaður komi með hluta af því sem upp á vantar. „Chris Woods er væntanegur til landsins á næstu dögum og við vonumst til að hann hjálpi okkur að binda saman þessa lausu enda sem hanga um allan völl hjá okkur."Hlynur: Vörnin hræðilega léleg Hlynur Hreinsson leikmaður FSu átti góðan leik í kvöld þrátt fyrir stórt tap í leiknum. „Við hittum ekkert þrátt fyrir að fá opin skot allan leikinn. Mér fannst við fá að miklu leyti það sem við vorum að leita að sóknarlega í kvöld en vörnin hjá okkur var hræðilega léleg í þessum leik." Hlynur er vongóður um að koma Chris Woods breyti miklu fyrir FSu. „Hann er sterkur strákur og lætur finna vel fyrir sér undir körfunni og það er hlutur sem okkur vantar sárlega." Hann er alveg viss um að FSu eigi eftir að koma sér í gang þó að leikur liðsins hingað til hafi verið langt frá væntingum. „Við munum grafa okkur upp úr þessari holu það er engin spurning."Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti