Þeir eru nú að æfa saman fyrir UFC 194 bardagakvöldið sem haldið verður í Las Vegas þann 12. desember. McGregor er að búa sig undir risabardaga gegn Jose Aldo en Gunnar mætir Demian Maia.
Bardagi McGregor og Aldo er aðalbardagi kvöldsins en í kvöld kom í ljós að Gunnar verður líka á svokölluðu „main card“ hluta kvöldsins.
Sjá einnig: Bardagi Gunnars sá fjórði stærsti
„Það er alltaf frábært að vinna með Víkingnum.,“ skrifaði McGregor enn fremur en myndband af átökum þeirra má sjá hér fyrir neðan.