Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 17:00 Kristaps Porzingis nýtir sentimetrana 221 mjög vel. vísir/getty Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis: NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis:
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira