Vetur konungur varla kominn til landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:46 Það hefur ekki snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri en rignt heldur meira. vísir/ernir Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira