Útþrá María Elísabet Bragadóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Ég hef alltaf verið meðvituð um sjúkdóma. Greindi vinkonu mína tólf ára gamla með heilaæxli sem reyndist vera stíflaður fitukirtill. Í dag er þessi æskuvinkona glæsileg táknmynd heilbrigðis sem þó tekur sveig fram hjá mér þegar við mætumst í Bankastrætinu. Enda er það vanþakklátt verk að sjúkdómsgreina fólk. Greindi sjálfa mig með gláku tæplega níu ára. Áfall að missa sjónina á besta aldri. Fékk gleraugu skömmu síðar. Útþráin er svo hliðarsjúkdómur sem ég hef verið þungt haldin af síðan ég var unglingur. Útþrá er óaðlaðandi orð og hljómar eins og sérstök tegund af svæðisbundnum líkþornum. Því fer samt fjarri. Var ekki sjálfrátt vegna útþrár þegar ég vann sumarlangt á upplýsingaborði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gat varla vísað japönskum túrista á Tax free án þess að hvísla holum rómi: „Taktu mig með þér.“ Sömuleiðis þegar ég vann í fiski. Sneiddi myglubletti af karfaflökum viti mínu fjær af þessu meini. Vildi helst skipta um hlutverk við klakablauta fiska og renna sjálf eftir ælugulu færibandi ef það yrði til þess ég myndi enda í skipi á leið til Rússlands. Auðveld lækning við útþrá er að tylla sér í næstu flugvél. Sú leið getur þó verið dýrkeypt fyrir meðaljóninn. Og dýrkeypt fyrir lífríki jarðar en það er önnur saga sem endar með dauða og skelfingu í dystópískri framtíð. Á léttari nótum tel ég gæfulegt að útþráin láti á sér kræla öðru hvoru. Hvort sem þú ert unglingur að plokka hringorma úr þorskflaki með hugann við hnefastór hitabeltisfiðrildi eða bankastarfsmaður sem þráir að kreppa tærnar í heitum eyðimerkursandi. Að kanna nýjar lendur er mikilvægt, að láta sig dreyma er nauðsynlegt. Þú tapar heldur ekki vinum þótt þú sjúkdómsgreinir þá með útþrá. Hún mun ekki draga þá til dauða en gerir þá hugsanlega vitstola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Ég hef alltaf verið meðvituð um sjúkdóma. Greindi vinkonu mína tólf ára gamla með heilaæxli sem reyndist vera stíflaður fitukirtill. Í dag er þessi æskuvinkona glæsileg táknmynd heilbrigðis sem þó tekur sveig fram hjá mér þegar við mætumst í Bankastrætinu. Enda er það vanþakklátt verk að sjúkdómsgreina fólk. Greindi sjálfa mig með gláku tæplega níu ára. Áfall að missa sjónina á besta aldri. Fékk gleraugu skömmu síðar. Útþráin er svo hliðarsjúkdómur sem ég hef verið þungt haldin af síðan ég var unglingur. Útþrá er óaðlaðandi orð og hljómar eins og sérstök tegund af svæðisbundnum líkþornum. Því fer samt fjarri. Var ekki sjálfrátt vegna útþrár þegar ég vann sumarlangt á upplýsingaborði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gat varla vísað japönskum túrista á Tax free án þess að hvísla holum rómi: „Taktu mig með þér.“ Sömuleiðis þegar ég vann í fiski. Sneiddi myglubletti af karfaflökum viti mínu fjær af þessu meini. Vildi helst skipta um hlutverk við klakablauta fiska og renna sjálf eftir ælugulu færibandi ef það yrði til þess ég myndi enda í skipi á leið til Rússlands. Auðveld lækning við útþrá er að tylla sér í næstu flugvél. Sú leið getur þó verið dýrkeypt fyrir meðaljóninn. Og dýrkeypt fyrir lífríki jarðar en það er önnur saga sem endar með dauða og skelfingu í dystópískri framtíð. Á léttari nótum tel ég gæfulegt að útþráin láti á sér kræla öðru hvoru. Hvort sem þú ert unglingur að plokka hringorma úr þorskflaki með hugann við hnefastór hitabeltisfiðrildi eða bankastarfsmaður sem þráir að kreppa tærnar í heitum eyðimerkursandi. Að kanna nýjar lendur er mikilvægt, að láta sig dreyma er nauðsynlegt. Þú tapar heldur ekki vinum þótt þú sjúkdómsgreinir þá með útþrá. Hún mun ekki draga þá til dauða en gerir þá hugsanlega vitstola.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun