Ísland með 102 fulltrúa á ráðstefnu í Ástralíu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2015 19:45 Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa. Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55