Hvetja fólk til að gefa jólagjafir fyrir unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2015 20:00 Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum. Jólafréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum.
Jólafréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira