Sigríður Björk tekur til við að leysa samskiptavanda innan yfirstjórnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2015 16:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir „Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira