Kata Jak sú eina sem nær að keppa við karlana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2015 15:34 Katrín Jakobsdóttir situr í fjórða sæti á listanum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03
Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30