Kata Jak sú eina sem nær að keppa við karlana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2015 15:34 Katrín Jakobsdóttir situr í fjórða sæti á listanum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03
Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent