Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun