Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld.
Keflvíkingurinn Marín Laufey Davíðsdóttir kemur inn fyrir Bergþóru Holton Tómasdóttur sem lék sinn fyrsta landsleik út í Ungverjalandi á laugardaginn var.
Marín Laufey Davíðsdóttir er tvítug og mun þarna leika sinn fyrsta A-landsleik á þessu ári. Marín Laufey spilaði fimm leiki með landsliðinu sumarið 2014 sem voru hennar fyrstu landsleikir.
Leikurinn á móti Slóvakíu verður fyrsti heimaleikur íslensku stelpnanna í keppni og fyrsti Evrópuleikurinn á heimavelli í rúm sex ár.
Slóvakíska liðið endaði í níunda sæti á síðasta Evrópumóti og er fyrsta kvennaliðið sem kemur til Íslands sem var með á síðasta stórmóti á undan.
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið Íslands á móti Slóvakíu í kvöld:
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 7 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · 1 landsleikur
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 36 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 8 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 20 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 58 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 6 landsleikir
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 32 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 30 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 4 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 37 landsleikir
Marín Laufey kemur inn fyrir Bergþóru í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti


Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn

