Körfubolti

Jón Arnór í stuði í sigri á gamla heimavellinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik í kvöld. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, átti flottan leik fyrir Valencia þegar liðið heimsótti hans gömlu félaga í CAI Zaragoza í Evrópubikarnum í kvöld og vann, 84-76.

Valencia var tíu stigum yfir í hálfleik, 50-50, en Zaragoza náði aldrei neinum spretti til baka. Það vann fjórða leikhlutann með tveimur stigum en sigurinn öruggur hjá gestunum.

Jón Arnór skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á rúmum 17 mínútum á sínum gamla heimavelli, en hann spilaði með Zaragoza við góðan orðstír í þrjú ár.

Valencia-liðið er á mikilli siglinu, en liðið er ekki enn búið að tapa á leiktíðinni.

Það er búið að vinna alla sjö leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni og alla sjö í Evrópubikarnum. Fjórtán leikir og fjórtán sigrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×