Annað að spila á móti þessum þjóðum en á Smáþjóðaleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 1000. stigið sitt fyrir landsliðið um helgina. vísir/stefán Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum