Brussel enn í herkví Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira