Vill frekar sjá bróður sinn í fangelsi en kirkjugarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 15:23 Salah Abdeslam er eftirlýstur, grunaður um að vera einn höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París. vísir/getty Mohamed Abdeslam, bróðir Salah Abdeslam sem nú er ákaft leitað í Belgíu, hvetur hann til að koma úr felum og gefa sig fram við lögreglu. Mohamed segist frekar vilja sjá bróður sinn í fangelsi en í kirkjugarði. Í samtali við belgísku sjónvarpsstöðina RTBF sagðist Mohamed telja bróður sinn enn á lífi en Brahim, annar bróðir hans, sprengdi sig í loft upp í hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Talið er að Salah sé einn af höfuðpaurum árásanna í París og að hann sé nú í felum í Belgíu, en greint er frá viðtalinu á BBC. Að sögn Mohamed urðu breytingar á hegðun bræðra hans fyrir um hálfu ári en fjölskyldan sá þær ekki sem eitthvað hættulegt. „Þegar bróðir þinn byrjar að biðja, þá er það ekki róttæk breyting. Þegar bróðir þinn segir þér að hann sé hættur að drekka þá er það heldur róttæk breyting. Í okkar huga vildu þeir bara fara að taka lífinu rólega og bera meiri virðingu fyrir trú sinni.“ Talið er að Salah búi yfir sprengjubelti og að hann hafi átt að sprengja sig í loft upp í París en hætt við það. Lögmaður Mohamed segir að ef sú er raunin þá séu yfirvöld í Belgíu ekki aðeins á eftir Salah heldur einnig hryðjuverkasamtökin ISIS sem stóðu á bak við árásirnar í París. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Grunur leikur á að nokkrir hryðjuverkamenn gangi lausir í Belgíu Allt eins er talið líklegt að viðbúnaðarstigi í Brussel verði ekki aflétt fyrr en líða tekur á vikuna. 22. nóvember 2015 12:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Mohamed Abdeslam, bróðir Salah Abdeslam sem nú er ákaft leitað í Belgíu, hvetur hann til að koma úr felum og gefa sig fram við lögreglu. Mohamed segist frekar vilja sjá bróður sinn í fangelsi en í kirkjugarði. Í samtali við belgísku sjónvarpsstöðina RTBF sagðist Mohamed telja bróður sinn enn á lífi en Brahim, annar bróðir hans, sprengdi sig í loft upp í hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Talið er að Salah sé einn af höfuðpaurum árásanna í París og að hann sé nú í felum í Belgíu, en greint er frá viðtalinu á BBC. Að sögn Mohamed urðu breytingar á hegðun bræðra hans fyrir um hálfu ári en fjölskyldan sá þær ekki sem eitthvað hættulegt. „Þegar bróðir þinn byrjar að biðja, þá er það ekki róttæk breyting. Þegar bróðir þinn segir þér að hann sé hættur að drekka þá er það heldur róttæk breyting. Í okkar huga vildu þeir bara fara að taka lífinu rólega og bera meiri virðingu fyrir trú sinni.“ Talið er að Salah búi yfir sprengjubelti og að hann hafi átt að sprengja sig í loft upp í París en hætt við það. Lögmaður Mohamed segir að ef sú er raunin þá séu yfirvöld í Belgíu ekki aðeins á eftir Salah heldur einnig hryðjuverkasamtökin ISIS sem stóðu á bak við árásirnar í París.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Grunur leikur á að nokkrir hryðjuverkamenn gangi lausir í Belgíu Allt eins er talið líklegt að viðbúnaðarstigi í Brussel verði ekki aflétt fyrr en líða tekur á vikuna. 22. nóvember 2015 12:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15
Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12
Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24
Grunur leikur á að nokkrir hryðjuverkamenn gangi lausir í Belgíu Allt eins er talið líklegt að viðbúnaðarstigi í Brussel verði ekki aflétt fyrr en líða tekur á vikuna. 22. nóvember 2015 12:31