Sport

Bjarki Þór og Sunna komin í úrslit Evrópumótsins

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Bjarki Þór er kominn í úrslit.
Bjarki Þór er kominn í úrslit. Kjartan Páll Sæmundsson.
Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fóru fram í dag og átti Ísland þrjá fulltrúa þar. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir eru bæði komin í úrslit.

Bjarki Þór mætti Bretanum Hardeep Rai sem er sterkur glímumaður. Rai tókst að ná Bjarka niður í fyrstu lotu en Bjarki snéri stöðunni fljótt við. Bjarki hafði mikla yfirburði allan bardagann og stjórnaði Rai í gólfinu. Bjarka tókst að klára Rai með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og er komin í úrslit Evrópumótsins. Frábær árangur hjá honum en þetta var fjórði bardaginn hans á þremur dögum.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætti hinni tékknesku Michaela Dostalova. Sunna var að hafa betur standandi og stökk hin tékkneska í „armbar“ en Sunna var fljót að verjast uppgjafartakinu og komst í yfirburðarstöðu í gólfinu. Þar raðaði hún inn höggunum þar til dómarinn stoppaði bardagann í fyrstu lotu. Sunna sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu og er komin í úrslit rétt eins og Bjarki.

Síðastur af Íslendingunum í dag var Pétur Jóhannes Óskarsson. Hann mætti Irman Smajic frá Svíþjóð í þungavigt í undanúrslitum í dag. Eftir að hafa reynt að fara í fellu náði Smajic taki á hálsi Péturs og læsti standandi „guillotine“ hengingu. Pétur tappaði út og sigraði Svíinn eftir 1:56 í fyrstu lotu.

Sjá einnig: Jón Viðar - Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana

Þau Sunna Rannveig og Bjarki Þór eru því komin í úrslit í sínum flokkum sem er ótrúlegt afrek. Bjarki Þór keppir í veltivigt sem er stærsti flokkur mótsins en Sunna Rannveig keppir í fluguvigt.

Bjarki Þór mætir sterkum Búlgara sem hefur klárað alla bardaga sína á uppgjafartaki í 1. lotu. Sunna mætir Svía sem vann heimsmeistaramótið fyrr í sumar.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×