Umfjöllun og viðtöl: Höttur - FSu 71-82 | FSu vann uppgjör stigalausu liðanna Gunnar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2015 22:15 Cristopher Caird, leikmaður FSu. Vísir/Ernir FSu fékk í kvöld sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött á Egilsstöðum 71-82. Liðið lyfti sér þar með aðeins frá botninum en útlitið er orðið svart fyrir Hött. Sunnlendingar náðu tökum á leiknum síðustu fimm mínúturnar. Liðin fóru saman upp úr fyrstu deildinni í fyrra og voru fyrir leikinn saman á botninum stigalaus. Það fannst á brag leiksins framan af sem virkaði töluvert hægari en í úrvalsdeildarleik. Miklar sveiflur voru í leiknum og liðin skiptust alls tólf sinnum á forystu í kvöld. Heimamenn voru þó yfir lungann úr leiknum en aldrei meir en svo að ein eða tvær góðar sóknir dygðu til að jafna. Í þriðju sókninni var hægt að komast yfir. Það sést til dæmis á þeim tölum að forysta Hattar eftir fyrstu þrjá leikhlutana var alltaf þrjú stig. 17-14 eftir þann fyrsta, 39-36 í hálfleik og 59-56 eftir þann þriðja. En þrátt fyrir að vera yfir voru Hattarmenn í miklum villuvandræðum sem áttu eftir að reynast dýrkeypt. Fyrirliðinn Hreinn Gunnar Birgisson fór fyrstur út af með fimm, Eysteinn Bjarni Ævarsson var næstur og loks Mirko Stefán Virijevic um það leyti sem leikurinn var að renna heimaliðinu úr greipum. Í stöðunni 64-62 þegar sex mínútur voru eftir kom upp sérstætt atvik. Hetti var dæmt víti og Helgi Einarsson skoraði úr því fyrra. Hann geigaði úr seinna skotinu en það virtist í lagi því Mirko hirti frákastið. Þá flautuðu dómararnir og dæmdu FSu boltann. Mistökin voru á ritaraborðinu sem hafði ranglega skráð að FSu hefði brotið af sér fimm sinnum í hálfleiknum og þar með væri Höttur kominn í bónus. Við mistökin virkjast regla sem gengur undir nafninu „leiðrétt mistök“ og þar með var FSu dæmdur boltinn. Þótt þeir jöfnuðu ekki strax virtist dómurinn fara í hausinn á Hetti. Þeir klúðruðu innkasti sem kostaði að Mirko fékk á sig tæknivillu og sína fjórðu. FSu hnoðaðist í sókn sem endaði með fimmtu villunni á Hrein Gunnar og tveimur vítaskotum ofan í körfuna. FSu skiptu einnig yfir í svæðisvörn sem Hattarmenn fundu ekki svör við. Undan leik þeirra fjaraði fljótt og FSu innbyrti mikilvægan tíu stiga sigur.Chris Caird: Mikilvægur sigur til að rífa liðið í gang Chris Caird, fyrirlið FSu, fór fyrir sínu liði í kvöld. Var stigahæstur með 20 stig og tók að auki 14 fráköst. Hann segir sigurinn mikilvægan eftir ósigra í fyrstu sex leikjunum. „Sigurinn gerir mikið fyrir stemminguna í klefanum. Við höfum þurft að læra hratt í deildinni. Við hentum fyrstu þremur leikjunum frá okkur og svo fylgdu stórir skellir," sagði Caird. „Við slíkar aðstæður síga höfuðin aðeins og menn verða að rífa sig upp. Það gerist hins vegar ekki nema að sækja stig.“ Hann segir Sunnlendinga alltaf hafa haft fulla trú á verkefnin kvöldsins. „Við vorum alltaf bjartsýnir þótt við værum undir. Við vitum að við getum unnið leik. Við höfum mætt nokkrum af bestu liðum deildarinnar, einkum í fyrstu leikjunum og sýndum sama kraft og gegn þeim hér í kvöld. „Við vorum vissulega alltaf að elta Hött en náðum þeim alltaf. Undir lokin kveiktum við á vörninni og þá kom þetta. Ungu mennirnir lögðu sig líka mikið fram og áttu frábæran leik í kvöld.“Erik Olsen: Verðum að spila áfram með sama hjarta og í kvöld Erik Olsen, þjálfari FSu, hrósaði sínu liði fyrir mikla baráttu í leiknum í kvöld. Leikurinn var afar jafn og smáatriðin skiptu máli í lokin. „Í lokin skipti máli að klára færin. Leikurinn var jafn ellefu sinnum, tólf sinnum skiptust liðin á forustunni svo þetta fór fram og aftur," sagði Olsen. „Það skipti allt máli í kvöld, lausu boltarnir, aukaköstin og allt annað sem týnist stundum í stigum og fráköstum.“ Sigurinn var einkum kærkominn þar sem sex fyrstu leikirnir töpuðust. „Við vorum samkeppnishæfir í fyrstu leikjunum en töpuðum síðan tveimur leikjum illa. Við rifum okkur hins vegar í gang í kvöld og spiluðum frábæran körfubolta í 40 mínútur," segir þjálfarinn kátur. Olsen hrósaði leikmönnum sínum fyrir mikla vinnusemi, bæði fyrir og í leiknum. „Við börðumst virkilega vel enda þurftum við þess. Menn hafa lagt á sig mikla vinnu á liðsfundum og við einstaklingsæfingar. Allir vilja vinna og undirbúa sig því vel. „Leikmennirnir virtust koma vel undirbúnir til leiksins og fylgdu leikáætluninni vel þannig að leikurinn gekk upp.“ Í dag var að duga eða drepast í fallbaráttunni. Með sigrinum fetaði FSu sig að ÍR sem er með fjögur stig. „Við tökum áfram bara einn leik í einu eins og við höfum gert alla leiktíðna. Við vissum að við fengjum okkar færi á sigrum.“ Liðið lék án Bandaríkjamannsins Chris Woods í kvöld en leikheimild náðist ekki í tæka tíð. „Við fengum það staðfest á leiðinni að hann yrði ekki með en hann verður með í næstu viku gegn Snæfelli. Það ætti að gefa okkur frekari hvatningu. Ef við spilum áfram með sama hjarta og dugnaði og í kvöld þá er ýmislegt hægt.“Viðar Örn: Búnir að koma okkur í vond mál Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sá fátt jákvætt við leik sinna manna eftir að leikur liðsins hrundi á lokamínútunum í kvöld. „Ég er brjálaður. Við hættum þegar fimm mínútur voru eftir meðan þeir börðust í 40 mínútur og kláruðu leikinn,“ sagði Viðar. „Framan af leik áttum við fínar sóknir. Að mínu viti vorum við betri í 35 mínútur í dag en náum ekki að slíta okkur frá þeim. FSu gerðu vel í lokin með að hitta úr stórum skotum. Þegar þeir fara í svæðisvörn förum við frá okkar leik, pínum okkur í erfið skot og vorum ekki snjallir.“ Villuvandræði settu strik í reikning Hattar í kvöld og svo fór að þrír byrjunarliðsmenn fóru út af með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta. „Þessi vandræði höfðu mjög mikil áhrif á okkur því við verum ekki með dýpsta bekkinn. Við eigum samt að geta klárað leikinn. Þeir sem byrjuðu hann gáfu okkur ekki það mikið að það skipti öllu. Sóknarlega fengum við frábært framlag frá einum leikmanni af tólf í dag og það er ekki nóg til að vinna leikinn.“ Annar vendipunktur var þegar ritaraborðið taldi Hött vera kominn með bónus og ætti víti þegar sex mínútur voru eftir. Fyrra vítið var komið ofan í þegar mistökin voru leiðrétt og FSu dæmdur boltinn. „Þótt þetta sé bara ein sókn snýst leikurinn þar. Við missum hausinn og förum að benda á aðra í stað þess að halda áfram að spila.“ Höttur er einn á botninum án stiga eftir sjö fyrstu umferðirnar. „Þetta er djöfulsins brekka, það er bara svoleiðis,“ svaraði Viðar aðspurður um framhaldið. „Við erum búnir að koma okkur í erfið mál. Það þýðir ekki að hætta. Við verðum að finna leið til að klára leikina. Ég á eftir að fara yfir þennan leik en við verðum að læra að spila á stóra sviðinu. Við erum enn ekki nógu snjallir til að klára leikina.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
FSu fékk í kvöld sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött á Egilsstöðum 71-82. Liðið lyfti sér þar með aðeins frá botninum en útlitið er orðið svart fyrir Hött. Sunnlendingar náðu tökum á leiknum síðustu fimm mínúturnar. Liðin fóru saman upp úr fyrstu deildinni í fyrra og voru fyrir leikinn saman á botninum stigalaus. Það fannst á brag leiksins framan af sem virkaði töluvert hægari en í úrvalsdeildarleik. Miklar sveiflur voru í leiknum og liðin skiptust alls tólf sinnum á forystu í kvöld. Heimamenn voru þó yfir lungann úr leiknum en aldrei meir en svo að ein eða tvær góðar sóknir dygðu til að jafna. Í þriðju sókninni var hægt að komast yfir. Það sést til dæmis á þeim tölum að forysta Hattar eftir fyrstu þrjá leikhlutana var alltaf þrjú stig. 17-14 eftir þann fyrsta, 39-36 í hálfleik og 59-56 eftir þann þriðja. En þrátt fyrir að vera yfir voru Hattarmenn í miklum villuvandræðum sem áttu eftir að reynast dýrkeypt. Fyrirliðinn Hreinn Gunnar Birgisson fór fyrstur út af með fimm, Eysteinn Bjarni Ævarsson var næstur og loks Mirko Stefán Virijevic um það leyti sem leikurinn var að renna heimaliðinu úr greipum. Í stöðunni 64-62 þegar sex mínútur voru eftir kom upp sérstætt atvik. Hetti var dæmt víti og Helgi Einarsson skoraði úr því fyrra. Hann geigaði úr seinna skotinu en það virtist í lagi því Mirko hirti frákastið. Þá flautuðu dómararnir og dæmdu FSu boltann. Mistökin voru á ritaraborðinu sem hafði ranglega skráð að FSu hefði brotið af sér fimm sinnum í hálfleiknum og þar með væri Höttur kominn í bónus. Við mistökin virkjast regla sem gengur undir nafninu „leiðrétt mistök“ og þar með var FSu dæmdur boltinn. Þótt þeir jöfnuðu ekki strax virtist dómurinn fara í hausinn á Hetti. Þeir klúðruðu innkasti sem kostaði að Mirko fékk á sig tæknivillu og sína fjórðu. FSu hnoðaðist í sókn sem endaði með fimmtu villunni á Hrein Gunnar og tveimur vítaskotum ofan í körfuna. FSu skiptu einnig yfir í svæðisvörn sem Hattarmenn fundu ekki svör við. Undan leik þeirra fjaraði fljótt og FSu innbyrti mikilvægan tíu stiga sigur.Chris Caird: Mikilvægur sigur til að rífa liðið í gang Chris Caird, fyrirlið FSu, fór fyrir sínu liði í kvöld. Var stigahæstur með 20 stig og tók að auki 14 fráköst. Hann segir sigurinn mikilvægan eftir ósigra í fyrstu sex leikjunum. „Sigurinn gerir mikið fyrir stemminguna í klefanum. Við höfum þurft að læra hratt í deildinni. Við hentum fyrstu þremur leikjunum frá okkur og svo fylgdu stórir skellir," sagði Caird. „Við slíkar aðstæður síga höfuðin aðeins og menn verða að rífa sig upp. Það gerist hins vegar ekki nema að sækja stig.“ Hann segir Sunnlendinga alltaf hafa haft fulla trú á verkefnin kvöldsins. „Við vorum alltaf bjartsýnir þótt við værum undir. Við vitum að við getum unnið leik. Við höfum mætt nokkrum af bestu liðum deildarinnar, einkum í fyrstu leikjunum og sýndum sama kraft og gegn þeim hér í kvöld. „Við vorum vissulega alltaf að elta Hött en náðum þeim alltaf. Undir lokin kveiktum við á vörninni og þá kom þetta. Ungu mennirnir lögðu sig líka mikið fram og áttu frábæran leik í kvöld.“Erik Olsen: Verðum að spila áfram með sama hjarta og í kvöld Erik Olsen, þjálfari FSu, hrósaði sínu liði fyrir mikla baráttu í leiknum í kvöld. Leikurinn var afar jafn og smáatriðin skiptu máli í lokin. „Í lokin skipti máli að klára færin. Leikurinn var jafn ellefu sinnum, tólf sinnum skiptust liðin á forustunni svo þetta fór fram og aftur," sagði Olsen. „Það skipti allt máli í kvöld, lausu boltarnir, aukaköstin og allt annað sem týnist stundum í stigum og fráköstum.“ Sigurinn var einkum kærkominn þar sem sex fyrstu leikirnir töpuðust. „Við vorum samkeppnishæfir í fyrstu leikjunum en töpuðum síðan tveimur leikjum illa. Við rifum okkur hins vegar í gang í kvöld og spiluðum frábæran körfubolta í 40 mínútur," segir þjálfarinn kátur. Olsen hrósaði leikmönnum sínum fyrir mikla vinnusemi, bæði fyrir og í leiknum. „Við börðumst virkilega vel enda þurftum við þess. Menn hafa lagt á sig mikla vinnu á liðsfundum og við einstaklingsæfingar. Allir vilja vinna og undirbúa sig því vel. „Leikmennirnir virtust koma vel undirbúnir til leiksins og fylgdu leikáætluninni vel þannig að leikurinn gekk upp.“ Í dag var að duga eða drepast í fallbaráttunni. Með sigrinum fetaði FSu sig að ÍR sem er með fjögur stig. „Við tökum áfram bara einn leik í einu eins og við höfum gert alla leiktíðna. Við vissum að við fengjum okkar færi á sigrum.“ Liðið lék án Bandaríkjamannsins Chris Woods í kvöld en leikheimild náðist ekki í tæka tíð. „Við fengum það staðfest á leiðinni að hann yrði ekki með en hann verður með í næstu viku gegn Snæfelli. Það ætti að gefa okkur frekari hvatningu. Ef við spilum áfram með sama hjarta og dugnaði og í kvöld þá er ýmislegt hægt.“Viðar Örn: Búnir að koma okkur í vond mál Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sá fátt jákvætt við leik sinna manna eftir að leikur liðsins hrundi á lokamínútunum í kvöld. „Ég er brjálaður. Við hættum þegar fimm mínútur voru eftir meðan þeir börðust í 40 mínútur og kláruðu leikinn,“ sagði Viðar. „Framan af leik áttum við fínar sóknir. Að mínu viti vorum við betri í 35 mínútur í dag en náum ekki að slíta okkur frá þeim. FSu gerðu vel í lokin með að hitta úr stórum skotum. Þegar þeir fara í svæðisvörn förum við frá okkar leik, pínum okkur í erfið skot og vorum ekki snjallir.“ Villuvandræði settu strik í reikning Hattar í kvöld og svo fór að þrír byrjunarliðsmenn fóru út af með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta. „Þessi vandræði höfðu mjög mikil áhrif á okkur því við verum ekki með dýpsta bekkinn. Við eigum samt að geta klárað leikinn. Þeir sem byrjuðu hann gáfu okkur ekki það mikið að það skipti öllu. Sóknarlega fengum við frábært framlag frá einum leikmanni af tólf í dag og það er ekki nóg til að vinna leikinn.“ Annar vendipunktur var þegar ritaraborðið taldi Hött vera kominn með bónus og ætti víti þegar sex mínútur voru eftir. Fyrra vítið var komið ofan í þegar mistökin voru leiðrétt og FSu dæmdur boltinn. „Þótt þetta sé bara ein sókn snýst leikurinn þar. Við missum hausinn og förum að benda á aðra í stað þess að halda áfram að spila.“ Höttur er einn á botninum án stiga eftir sjö fyrstu umferðirnar. „Þetta er djöfulsins brekka, það er bara svoleiðis,“ svaraði Viðar aðspurður um framhaldið. „Við erum búnir að koma okkur í erfið mál. Það þýðir ekki að hætta. Við verðum að finna leið til að klára leikina. Ég á eftir að fara yfir þennan leik en við verðum að læra að spila á stóra sviðinu. Við erum enn ekki nógu snjallir til að klára leikina.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti