Hryðjuverk og viðbrögð Árni Páll Árnason skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Við urðum öll agndofa við árásirnar í París í liðinni viku. Framundan er tími óvissu í alþjóðamálum og við vitum ekki hvaða áhrif þessir atburðir muni hafa til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að muna að þessi ofbeldisverk hafa ekkert með trú eða þjóðerni að gera. Þær byggja á óskiljanlegri og andstyggilegri hugmyndafræði, sem sér ógn í frjálsu samfélagi. Íslam er ekki vandamál í Evrópu, heldur öfgahreyfingar sem misnota tilfinningu annarrar og þriðju kynslóðar innflytjenda sem upplifa sig utanveltu.Auðveld skotmörk Hryðjuverkamenn síðustu ára eru oftast ungir piltar af múslímskum uppruna sem hafa alist upp í viðkomandi ríki, en upplifa sig utanveltu og eru félagslega veikburða. Þeir finna sig ekki í skóla eða vinnu og eiga ekki von um að ná sama árangri og aðrir. Útsendarar nálgast þá meðal annars í gegnum tölvusamskipti og næra með þeim öfgafullar hugsanir og heimsmynd. Það er sláandi að svipaður er bakgrunnur þeirra sem gerast sekir um hrikaleg fjöldamorð í Bandaríkjunum á síðustu misserum. Skortur á tengslum við samfélagið, viðeigandi skólagöngu og atvinnutækifærum fyrir unga pilta í vestrænum samfélögum er hætt að vera félagslegt eða menntarannsóknarlegt úrlausnarefni og er orðið mikilvægt öryggismál vestrænna samfélaga. Það er skrýtið að þessar staðreyndir endurspeglist ekki í auknum opinberum framlögum til fjölbreytts framhaldsnáms sem mætir ólíkum þörfum, aðgangi að sálfræðiþjónustu og þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra fyrir unga pilta.Stóra myndin Stóra myndin er svona: Það er jafn fráleitt að tengja íslam við hryðjuverk og ef við ræddum vændi og mansal alltaf sem sérstakt vandamál kvenna. Múslimar eru vissulega oftast fórnarlömb ofbeldis öfgamanna sem kenna sig við íslam og ungt fólk úr þeirra röðum verður sérstaklega fyrir barðinu á útsendurum slíkra afla, rétt eins og konur eru oftast fórnarlömb vændis og mansals. En skömmin og ábyrgðin á ofbeldinu liggur hjá þeim sem það boða, en ekki öllum múslimum og síst af öllu hjá fórnarlömbum ofbeldis.Aukinn viðbúnaður Um alla Evrópu er nú horft til þess hvernig hægt er að bregðast við þessum atburðum með hertri löggæslu og eftirliti. Það er sjálfsagt að gera það og mikilvægt að löggæslan hafi fullnægjandi tæki til að bregðast við hættu. Mat á því má samt ekki byggja á hindurvitnum eða flökkusögum heldur staðreyndum og yfirvegaðri túlkun á þeim. Það hefur til dæmis ekkert komið fram sem styður við staðhæfingar um að opin landamæri Evrópu séu orsök þessara árása. Við skulum því bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til. Við gætum vopnast til að reyna að mæta vandanum. Það mun hins vegar aldrei uppræta nýliðun í hópi öfgamanna, svo lengi sem áfram verða til félagslegar aðstæður sem ala á vonleysi og einangrunartilfinningu ungra pilta. Það er athyglisvert að bera saman jákvæð viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum gagnvart óskum um frekari útgjöld til löggæslu og öryggismála og neikvæð viðbrögð við því að auka útgjöld til félagslegra lausna, svo sem því að auka framboð fjölbreytts framhaldsnáms og fjölga tækifærum ungs fólks. Bresk stjórnvöld skera nú til dæmis gríðarlega niður fjármagn til framhaldsnáms, á sama tíma og fordæmalausum fjárhæðum er varið í löggæsluviðbrögð við hryðjuverkum.Lausnin felst í samheldni Við skulum gæta okkar að draga réttar ályktanir af þessari þróun. Í hruninu jukum við framlög til fjölbreyttra lausna fyrir atvinnulaust ungt fólk með góðum árangri, en sú áhersla hefur síðan dregist saman. Við þurfum að auka framlög til þessara verkefna og leggja áherslu á fjölbreyttan framhaldsskóla sem er öllum opinn. Stefnu stjórnvalda þarf að snúa við. Frá aldamótum hefur fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast á Íslandi, en ungt fólk af erlendum uppruna er í miklu minni mæli í framhaldsskólum en fólk af íslenskum uppruna. Þarna þarf úrbætur og aukna áherslu á að auðvelda fólki af erlendum uppruna framgang í skólakerfinu. Stefna núverandi menntamálaráðherra um harðari kröfur um námsframvindu, hraðara nám og lokun framhaldsskólans fyrir eldri nemendum er eins vitlaus og hugsast getur í þessu samhengi.Brjótum niður félagslega einangrun Viðbrögð Vesturlanda við þessari ógn munu skipta öllu um þróun samfélaga okkar á næstu áratugum. Besta svarið hlýtur að vera það sem Jens Stoltenberg gaf eftir fjöldamorðin í Ósló og Útey: Eflum enn frekar opið, frjálst samfélag og mannúð, án þess þó að gera lítið úr hættunni sem við er að eiga. Við skulum ekki vanmeta hættuna heldur bregðast við henni af þeirri alvöru sem nauðsynleg er. En við skulum ekki bregðast við með því að hamast bara á afleiðingum félagslegs óréttlætis, heldur ráðast líka að rótum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við urðum öll agndofa við árásirnar í París í liðinni viku. Framundan er tími óvissu í alþjóðamálum og við vitum ekki hvaða áhrif þessir atburðir muni hafa til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að muna að þessi ofbeldisverk hafa ekkert með trú eða þjóðerni að gera. Þær byggja á óskiljanlegri og andstyggilegri hugmyndafræði, sem sér ógn í frjálsu samfélagi. Íslam er ekki vandamál í Evrópu, heldur öfgahreyfingar sem misnota tilfinningu annarrar og þriðju kynslóðar innflytjenda sem upplifa sig utanveltu.Auðveld skotmörk Hryðjuverkamenn síðustu ára eru oftast ungir piltar af múslímskum uppruna sem hafa alist upp í viðkomandi ríki, en upplifa sig utanveltu og eru félagslega veikburða. Þeir finna sig ekki í skóla eða vinnu og eiga ekki von um að ná sama árangri og aðrir. Útsendarar nálgast þá meðal annars í gegnum tölvusamskipti og næra með þeim öfgafullar hugsanir og heimsmynd. Það er sláandi að svipaður er bakgrunnur þeirra sem gerast sekir um hrikaleg fjöldamorð í Bandaríkjunum á síðustu misserum. Skortur á tengslum við samfélagið, viðeigandi skólagöngu og atvinnutækifærum fyrir unga pilta í vestrænum samfélögum er hætt að vera félagslegt eða menntarannsóknarlegt úrlausnarefni og er orðið mikilvægt öryggismál vestrænna samfélaga. Það er skrýtið að þessar staðreyndir endurspeglist ekki í auknum opinberum framlögum til fjölbreytts framhaldsnáms sem mætir ólíkum þörfum, aðgangi að sálfræðiþjónustu og þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra fyrir unga pilta.Stóra myndin Stóra myndin er svona: Það er jafn fráleitt að tengja íslam við hryðjuverk og ef við ræddum vændi og mansal alltaf sem sérstakt vandamál kvenna. Múslimar eru vissulega oftast fórnarlömb ofbeldis öfgamanna sem kenna sig við íslam og ungt fólk úr þeirra röðum verður sérstaklega fyrir barðinu á útsendurum slíkra afla, rétt eins og konur eru oftast fórnarlömb vændis og mansals. En skömmin og ábyrgðin á ofbeldinu liggur hjá þeim sem það boða, en ekki öllum múslimum og síst af öllu hjá fórnarlömbum ofbeldis.Aukinn viðbúnaður Um alla Evrópu er nú horft til þess hvernig hægt er að bregðast við þessum atburðum með hertri löggæslu og eftirliti. Það er sjálfsagt að gera það og mikilvægt að löggæslan hafi fullnægjandi tæki til að bregðast við hættu. Mat á því má samt ekki byggja á hindurvitnum eða flökkusögum heldur staðreyndum og yfirvegaðri túlkun á þeim. Það hefur til dæmis ekkert komið fram sem styður við staðhæfingar um að opin landamæri Evrópu séu orsök þessara árása. Við skulum því bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til. Við gætum vopnast til að reyna að mæta vandanum. Það mun hins vegar aldrei uppræta nýliðun í hópi öfgamanna, svo lengi sem áfram verða til félagslegar aðstæður sem ala á vonleysi og einangrunartilfinningu ungra pilta. Það er athyglisvert að bera saman jákvæð viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum gagnvart óskum um frekari útgjöld til löggæslu og öryggismála og neikvæð viðbrögð við því að auka útgjöld til félagslegra lausna, svo sem því að auka framboð fjölbreytts framhaldsnáms og fjölga tækifærum ungs fólks. Bresk stjórnvöld skera nú til dæmis gríðarlega niður fjármagn til framhaldsnáms, á sama tíma og fordæmalausum fjárhæðum er varið í löggæsluviðbrögð við hryðjuverkum.Lausnin felst í samheldni Við skulum gæta okkar að draga réttar ályktanir af þessari þróun. Í hruninu jukum við framlög til fjölbreyttra lausna fyrir atvinnulaust ungt fólk með góðum árangri, en sú áhersla hefur síðan dregist saman. Við þurfum að auka framlög til þessara verkefna og leggja áherslu á fjölbreyttan framhaldsskóla sem er öllum opinn. Stefnu stjórnvalda þarf að snúa við. Frá aldamótum hefur fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast á Íslandi, en ungt fólk af erlendum uppruna er í miklu minni mæli í framhaldsskólum en fólk af íslenskum uppruna. Þarna þarf úrbætur og aukna áherslu á að auðvelda fólki af erlendum uppruna framgang í skólakerfinu. Stefna núverandi menntamálaráðherra um harðari kröfur um námsframvindu, hraðara nám og lokun framhaldsskólans fyrir eldri nemendum er eins vitlaus og hugsast getur í þessu samhengi.Brjótum niður félagslega einangrun Viðbrögð Vesturlanda við þessari ógn munu skipta öllu um þróun samfélaga okkar á næstu áratugum. Besta svarið hlýtur að vera það sem Jens Stoltenberg gaf eftir fjöldamorðin í Ósló og Útey: Eflum enn frekar opið, frjálst samfélag og mannúð, án þess þó að gera lítið úr hættunni sem við er að eiga. Við skulum ekki vanmeta hættuna heldur bregðast við henni af þeirri alvöru sem nauðsynleg er. En við skulum ekki bregðast við með því að hamast bara á afleiðingum félagslegs óréttlætis, heldur ráðast líka að rótum þess.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun