Körfubolti

Helena og Gunnhildur hafa spilað alla leikina frá upprisunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir með Bryndísi Guðmundsdóttir.
Helena Sverrisdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir með Bryndísi Guðmundsdóttir. mynd/kkí
Tvær landsliðskonur hafa spilað alla 19 landsleiki Íslands frá því að íslenska kvennalandsliðið var endurvakið árið 2012.  Eftir Smáþjóðaleikana í júní voru þrír leikmenn ekki búnar að missa úr landsleik frá því að kvennalandsliðið var endurvakið fyrir þremur árum.

Þetta voru þær Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem höfðu þá spilað alla þrettán leiki liðsins frá 2012 til 2015.

Tvær aðrar voru líka búnar að alla þrettán leiki liðsins frá 2012 til 2014 eða þær Hildur Sigurðardóttir og María Ben Erlingsdóttir sem voru ekki með á Smáþjóðaleikunu.

Hildur Sigurðardóttir hafði lagt körfuboltaskóna á hilluna og María Ben Erlingsdóttir er í barnsburðarleyfi.

Pálína Gunnlaugsdóttir datt úr hópnum þegar hún komst ekki í æfingaferðina til Danmerkur í júlí þar sem liðið spilaði þrjá landsleiki við Danmörku og Finnland.

Eftir standa því Helena Sverrisdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hafa báðar spilað 19 síðustu leiki liðsins. Gunnhildur var að spila sína fyrstu landleiki sumarið 2012 en Helena hefur ekki misst úr landsleik undanfarin ellefu ár.

Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur ekki misst úr landsleik síðan að hún spilaði sinn fyrsta landsleik sem var á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Bærum í Noregi 24. maí 2012.

Flestir landsleikir frá 2012 til 2015:

Helena Sverrisdóttir 19

Gunnhildur Gunnarsdóttir 19

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16

Pálína Gunnlaugsdóttir 16

Bryndís Guðmundsdóttir 15

Hildur Sigurðardóttir 13

María Ben Erlingsdóttir 13

Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12

Hildur Björg Kjartansdóttir 12

Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12

Petrúnella Skúladóttir 10


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×